
Þeir settu sér þau skilyrði að stoppa í hverju landi og stíga þar niður fæti auk þess að taka myndir og myndbönd í öllum nítján löndunum sem þeir heimsóttu. Þeir telja að slæm veðurskilyrði hafi komið í veg fyrir að þeir hafi getað komist til Ítalíu. Þá hefðu löndin orðið tuttugu, en engu að síður bættu þeir fyrra heimsmetið sem var sautján lönd á sólarhring. Þeir áttu það met ásamt öðrum hópi. „Mér finnst ekki gaman að deila með öðrum. Að minnsta kosti ekki heimsmetum,“ skrifaði einn þremenninganna á bloggsíðu sína.
Veðmálafyrirtæki styrkti kappana í ferðalaginu og bauð almenningi að veðja hvort þeir næðu að klára.
Hér að neðan má sjá myndband frá ferðinni frægu.