Matur

Snickers-kaka sem klikkar ekki - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Snickers-kaka

1 bolli hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1/4 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

75 g smjör

2/3 bolli ljós púðursykur

1 stórt egg

2 tsk vanilludropar

1/3 bolli karamellusósa

1 1/2 bolli Snickers, saxað



Smyrjið form sem er 20x20 sentímetrar. Gott er að klæða það líka með bökunarpappír. Hitið ofninn í 170°C. Hrærið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salt saman í skál og setjið til hliðar. Bræðið smjör í örbylgjuofni og blandið saman við púðursykurinn. Bætið því næst egginu og vanilludropum saman við. Blandið þurrefnunum varlega saman við smjörblönduna. Blandið Snickers varlega saman við með sleif.

Setjið 1/2 til 2/3 af deiginu í formið og dreifið úr því þannig að deigið þeki botninn. Hitið karamellusósuna og hellið henni jafnt yfir deigið. Setjið restina af deiginu yfir karamellusósuna. Bakið í 25 til 28 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en hún er skorin í bita.

Fengið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×