Svipmynd Markaðarins: Of slæmur í hnjánum fyrir Anfield Haraldur Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2014 10:05 Magnús situr einnig í stjórn Tækniskólans og Samáls. Vísir/GVA „Starfið krefst meiri yfirsýnar og vinnu, en ég er tilbúinn í verkið,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, sem tók við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls í byrjun mánaðarins. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra eignarhaldsfélags Fjarðaáls, Alcoa á Íslandi, frá árinu 2012. Hann mun sinna því starfi áfram ásamt því að bera ábyrgð á rekstri álversins í Reyðarfirði. „Ég þarf nú að koma mér inn í nýtt hlutverk og við erum nýkomin út úr mikilli stefnumótunarvinnu og verkefnið fram undan er að fylgja eftir þeirri stefnumótun og fá alla starfsmenn með í það verkefni,“ segir Magnús. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1982. Eftir það lá leiðin í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands og þaðan til Danmerkur þar sem Magnús lauk meistaragráðu í greininni frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). „Eftir það vann ég meðal annars hjá Marel í 19 ár. Þar starfaði ég meðal annars sem framkvæmdastjóri framleiðslu og vann að uppbyggingu framleiðslu Marels í Slóvakíu og samhæfingu framleiðslunnar í Evrópu. Það var skemmtilegur tími enda fyrirtækið í mikilli uppbyggingu þá.“ Magnús var ráðinn til Fjarðaáls árið 2009. Hann flutti þá ásamt fjölskyldunni til Egilsstaða en Magnús er kvæntur Soffíu G. Brandsdóttur snyrtifræðingi og þau eiga þrjú börn. „Ég vildi vinna í alþjóðlegu umhverfi og það vakti líka áhuga minn hversu mikla áherslu fyrirtækið lagði á straumlínustjórnun í sínum stjórnkerfum og þátttöku starfsfólksins. Straumlínustjórnun er hugmyndafræði sem á uppruna sinn hjá Toyota í Japan og ég tel vera afar góða nálgun við skipulag og starfsemi fyrirtækja.“ Vinnan er það fyrsta sem Magnús nefnir þegar blaðamaður spyr um áhugamál. „En ég er fjölskyldumaður og eyði miklum tíma með fjölskyldunni. Svo hef ég mikinn áhuga á íþróttum. Ég fékk Liverpool-treyju í fimmtugsafmælisgjöf fyrir stuttu en ég hef nú þurft að yfirgefa drauminn um að leika nokkurn tíma á Anfield bara því ég er svo slæmur í hnjánum,“ segir Magnús og hlær. „Ég hef þó meiri áhuga á körfubolta en fótbolta í dag enda starfað mikið fyrir körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum. Svo spila ég golf, fer á skíði og les góðar bækur.“ Magnús segist stefna að því að gera álverið í Reyðarfirði að besta og hagkvæmasta álveri í heiminum. „Þannig að það skili verðmætum til allra hagsmunaaðila, samfélagsins, starfsmanna, eigenda og viðskiptavina. Hér eru góðar aðstæður og gott starfsfólk og við erum kannski að sumu leyti enn að slíta barnsskónum en framtíðin er björt fyrir álið og Alcoa.“Finnur OddssonFinnur Oddsson, forstjóri Nýherja„Ég kynntist Magnúsi Þór fyrst þegar hann tók sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum og svo enn betur þegar hann kom inn í stjórn Viðskiptaráðs Íslands þegar ég var þar framkvæmdastjóri. Það sem er auðsýnt, eftir okkar ágæta samstarf á þessum vettvangi, er að hann sinnir verkefnum sem hann tekur að sér af mikilli alvöru. Það sést kannski best á því að þrátt fyrir að þurfa að sækja fundi um langan veg, komandi að austan, þá mætir hann manna best, ávallt vel undirbúinn og afar lunkinn við að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Það kann að vera að við fyrstu kynni virki hann aðeins alvörugefinn, en sú upplifun gufar fljótt upp, enda stutt í glettnina.“Helga Guðrún JónasdóttirHelga Guðrún Jónasdóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar „Magnús er gegnheill og drengur góður, sem er ekki lítill kostur fyrir mann í hans starfi. Hann er þessi 100% maður, sem ávinnur sér fljótt traust samstarfsmanna. Hann mætir undirbúinn til leiks og vandar til allra verka. Þá er hann eldklár, fróður um margt og virkilega skemmtilegur í samstarfi. Það vill svo til að við erum gamlir bekkjarfélagar úr grunnskólanum. Hann var hæglátur ef ekki feiminn sem drengur, sagði ekki margt og hafði sig lítið í frammi. En svo til dæmis átti Maggi það líka til að mæta á skákmót í bekknum og beinlínis rústa andstæðingunum.“ Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
„Starfið krefst meiri yfirsýnar og vinnu, en ég er tilbúinn í verkið,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, sem tók við starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls í byrjun mánaðarins. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra eignarhaldsfélags Fjarðaáls, Alcoa á Íslandi, frá árinu 2012. Hann mun sinna því starfi áfram ásamt því að bera ábyrgð á rekstri álversins í Reyðarfirði. „Ég þarf nú að koma mér inn í nýtt hlutverk og við erum nýkomin út úr mikilli stefnumótunarvinnu og verkefnið fram undan er að fylgja eftir þeirri stefnumótun og fá alla starfsmenn með í það verkefni,“ segir Magnús. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1982. Eftir það lá leiðin í rafmagnsverkfræði í Háskóla Íslands og þaðan til Danmerkur þar sem Magnús lauk meistaragráðu í greininni frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU). „Eftir það vann ég meðal annars hjá Marel í 19 ár. Þar starfaði ég meðal annars sem framkvæmdastjóri framleiðslu og vann að uppbyggingu framleiðslu Marels í Slóvakíu og samhæfingu framleiðslunnar í Evrópu. Það var skemmtilegur tími enda fyrirtækið í mikilli uppbyggingu þá.“ Magnús var ráðinn til Fjarðaáls árið 2009. Hann flutti þá ásamt fjölskyldunni til Egilsstaða en Magnús er kvæntur Soffíu G. Brandsdóttur snyrtifræðingi og þau eiga þrjú börn. „Ég vildi vinna í alþjóðlegu umhverfi og það vakti líka áhuga minn hversu mikla áherslu fyrirtækið lagði á straumlínustjórnun í sínum stjórnkerfum og þátttöku starfsfólksins. Straumlínustjórnun er hugmyndafræði sem á uppruna sinn hjá Toyota í Japan og ég tel vera afar góða nálgun við skipulag og starfsemi fyrirtækja.“ Vinnan er það fyrsta sem Magnús nefnir þegar blaðamaður spyr um áhugamál. „En ég er fjölskyldumaður og eyði miklum tíma með fjölskyldunni. Svo hef ég mikinn áhuga á íþróttum. Ég fékk Liverpool-treyju í fimmtugsafmælisgjöf fyrir stuttu en ég hef nú þurft að yfirgefa drauminn um að leika nokkurn tíma á Anfield bara því ég er svo slæmur í hnjánum,“ segir Magnús og hlær. „Ég hef þó meiri áhuga á körfubolta en fótbolta í dag enda starfað mikið fyrir körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum. Svo spila ég golf, fer á skíði og les góðar bækur.“ Magnús segist stefna að því að gera álverið í Reyðarfirði að besta og hagkvæmasta álveri í heiminum. „Þannig að það skili verðmætum til allra hagsmunaaðila, samfélagsins, starfsmanna, eigenda og viðskiptavina. Hér eru góðar aðstæður og gott starfsfólk og við erum kannski að sumu leyti enn að slíta barnsskónum en framtíðin er björt fyrir álið og Alcoa.“Finnur OddssonFinnur Oddsson, forstjóri Nýherja„Ég kynntist Magnúsi Þór fyrst þegar hann tók sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum og svo enn betur þegar hann kom inn í stjórn Viðskiptaráðs Íslands þegar ég var þar framkvæmdastjóri. Það sem er auðsýnt, eftir okkar ágæta samstarf á þessum vettvangi, er að hann sinnir verkefnum sem hann tekur að sér af mikilli alvöru. Það sést kannski best á því að þrátt fyrir að þurfa að sækja fundi um langan veg, komandi að austan, þá mætir hann manna best, ávallt vel undirbúinn og afar lunkinn við að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum. Það kann að vera að við fyrstu kynni virki hann aðeins alvörugefinn, en sú upplifun gufar fljótt upp, enda stutt í glettnina.“Helga Guðrún JónasdóttirHelga Guðrún Jónasdóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar „Magnús er gegnheill og drengur góður, sem er ekki lítill kostur fyrir mann í hans starfi. Hann er þessi 100% maður, sem ávinnur sér fljótt traust samstarfsmanna. Hann mætir undirbúinn til leiks og vandar til allra verka. Þá er hann eldklár, fróður um margt og virkilega skemmtilegur í samstarfi. Það vill svo til að við erum gamlir bekkjarfélagar úr grunnskólanum. Hann var hæglátur ef ekki feiminn sem drengur, sagði ekki margt og hafði sig lítið í frammi. En svo til dæmis átti Maggi það líka til að mæta á skákmót í bekknum og beinlínis rústa andstæðingunum.“
Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira