Dortmund á botninum | Versta byrjun í sögu félagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2014 22:30 Það var þungt yfir Klopp eftir leikinn í dag. vísir/getty Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn. Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Staða Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni í fótbolta versnaði enn frekar þegar liðið tapaði fyrir Frankfurt á útivelli í dag. Dortmund situr nú í 18. og neðsta sæti Bundesligunnar með 11 stig, en þetta er versta byrjun í sögu félagsins. Dortmund hefur aðeins unnið þrjá af 13 leikjum sínum í deildinni og ljóst er einhver breyting þarf að verða á ef ekki á illa að fara. Aðeins tvö ár eru síðan liðið varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi og fyrir ári lék liðið til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Fall liðsins er því talsvert á skömmum tíma.Klopp hughreystir sína menn.vísir/gettyJürgen Klopp, knattspyrnustjóri Dortmund, sagðist í viðtali eftir leikinn gegn Frankfurt taka fulla ábyrgð á slöku gengi liðsins. Hann sagði ennfremur að hann væri ekki á förum. „Það verður ekki skipt um þjálfara. Ég get stokkið frá borði. Ég get ekki farið fyrr en það finnst betri lausn,“ sagði Klopp sem hefur stýrt Dortmund frá árinu 2008. Undir hans stjórn varð liðið þýskur meistari 2011 og 2012 og bikarmeistari 2012. Þá komst Dortmund alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar 2013, eins og áður sagði. Síðustu tvö tímabil hefur Dortmund endað í 2. sæti Bundesligunnar á eftir Bayern München.Shinji Kagawa og félagar komust lítt áleiðis gegn Frankfurt í dag.vísir/gettyLiðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar pólski framherjinn Robert Lewandowski gekk til liðsins við Bayern í sumar, en Dortmund hefur ekki tekist að fylla það skarð. Tveir framherjar voru keyptir í stað Lewandowskis, Adrian Ramos og Ciro Immobile, en þeir hafa aðeins skorað fjögur mörk samtals í deildinni. Þá hafa meiðsli lykilmanna á borð við Marco Reus og Mats Hummels ekki hjálpað til, en þeir hafa báðir verið orðaðir við brotthvarf frá félaginu. Þrátt fyrir hörmungargengið gengur Dortmund flest í haginn í Meistaradeildinni, en liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum. Dortmund tekur á móti Hoffenheim í næsta leik sínum í þýsku deildinni á föstudaginn.
Þýski boltinn Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira