Bjarki: Gerðum lítið úr HK með svona frammistöðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2014 21:52 Bjarki Sigurðsson ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/andri marinó „Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum Sjá meira
„Ég er mjög ósáttur við leik liðsins. Mjög,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari HK, ómyrkur í máli eftir niðurlægingu HK í bikarkeppninni í kvöld. Lokatölur voru 38-25, Stjörnunni í vil, en þessi lið verma tvö neðstu sæti Olísdeildar karla. „Þetta var engan veginn boðlegt og við þurfum að líta okkur nær núna. Þetta gengur ekki mikið lengur,“ sagði Bjarki sem viðurkennir að staða liðsins sé einkar slæm. Tvær umferðir eru eftir í deildinni þar til að hlé verður gert á tímabilinu fram yfir HM í handbolta. „Við erum neðstir í deildinni og úr leik í bikarnum. Það hefði verið í lagi að tapa í hörkuleik í bikarnum en engan veginn boðlegt að láta slátra sér eins og við gerðum í kvöld.“ „Að sjálfsögðu verður þetta vetrarfrí kærkomið og vonandi tekst okkur að stilla saman strengi og safna vopnum. Ég þarf að skoða þetta almennilega - þetta gengur ekki svona lengur enda allt of mikið.“ HK vann síðast sigur þegar liðið mætti Aftureldingu þann 23. október. Mosfellingar voru þá á toppi deildarinnar og ekki búnir að tapa leik í fyrstu sex umferðum deildarinnar. Bjarki segir fátt í leik liðsins í dag minna á þá frammistöðu. „Við þurfum að grafa hana upp. Þar var barátta, leikgleði og allir lögðu sig hundrða prósent fram. Núna snýst þetta meira um einstaklingana sem kemur í bakið á mönnum. Slíkt má ekki gegn Stjörnunni eða hvaða liði sem er í deildinni.“ „Við erum „underdogs“ og erum að berjast fyrir lífi okkar. HK hefur verið þekkt fyrir þennan baráttuvilja síðustu árin og ég lýsi eftir honum. Það er kannski okkar þjálfaranna að draga hann fram. Vonandi tekst það.“ Bjarki segist ætla að taka slaginn áfram sem þjálfari HK, fái hann áfram traust stjórnar HK til þess. „Við þurfum þó að fara vel og vandlega yfir málin. Það er ljóst að við þurfum að styrkja leikmannahópinn og einhvern veginn að peppa þetta betur upp.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK - Stjarnan 25-38 | Daprir HK-ingar engin fyrirstaða Stjörnumenn léku sér einfaldlega að HK í bikarleik liðanna í Digranesi í kvöld. 9. desember 2014 18:27