Innlent

Dagur taldi niður með norsk-íslenskri stúlku

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Arftaki Oslóartrésins, sem borgarstjórinn felldi sjálfur við Rauðavatn í byrjun síðustu viku, var tendrað við hátíðalega athöfn á Austurvelli í dag. Staðgengillinn þykir þéttari en norskur forveri hans. 

Íbúar Osló hafa fært Íslendingum jólatré í 63 ár en tendrun þess hefur markað upp­haf jóla­halds í borg­inni.Í óveðrinu sem gekk yfir landið á sunnudaginn fyrir viku fauk hins vegar tréð og skemmdist.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kallaði þá eftir tillögum á Facebook og í byrjun síðustu viku var brugðið á það ráð að ná í nýtt jólatré við Rauðavatn. Borgarstjórinn og sendiherra Noregs sáu síðan um að fella það. Tréð er er heldur þéttara en Oslóartréð sem þótti heldur gisið. 

Dagur þakkaði Norðmönnum fyrir þeirra gjöf þrátt fyrir að hún hafi skemmst í óveðrinu á sunnudag, áður en tréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli og Lilja Rán Gunnarsdóttir, norsk-íslensk stúlka taldi svo niður með borgarstjóranum.

Í ár prýðir fallegur jólasveinaórói tréð sem er nú í sölu en tilgangurinn með gerð og sölu óróans er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölu hans rennur Æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×