Þetta gerist þegar maður kaupir hlægilega ódýr föt á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2014 16:30 Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni. Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Lindsay Ferrier skrifar sprenghlægilegan pistil á vefsíðu Huffington Post þar sem hún skrifar um þegar hún ákvað að panta föt af vefsíðu í Singapúr, NastyDress, því fötin voru svo ódýr. „Ég var að skruna á Facebook fyrir nokkrum vikum þegar ég sá þessa mynd á síðu vinar míns,“ skrifar Lindsay fyrir ofan mynd af kápu frá NastyDress. „Þetta var eiginlega kápa af mínu skapi. En...NastyDress? Hvað í fjandanum var NastyDress?“ bætir hún við. Henni leist ekki á blikuna þegar hún skoðaði kjólana á síðunni en fann kápur og toppa sem henni fannst fallegir. Ekki skemmdi fyrir að fötin voru hræódýr.Toppur sem Lindsay pantaði. Lengst til vinstri er auglýsingamyndin, í miðjunni er Lindsay í bolnum og til hægri er dóttir hennar í bolnum.Þegar Lindsay var búin að fullvissa sig um að í lagi væri að panta af síðunni ákvað hún að slá til og festi kaup á nokkrum flíkum. Tveimur vikum seinna komu þær í pósti. Henni brá þó þegar hún opnaði pakkann. Kápan, sem sést hér fyrir ofan, sem átti að vera úr ull var úr flís. Lindsay fannst hún samt sæt og mátaði hana. „Uuuu. Þessi kápa var greinilega ekki að virka fyrir mig. Hún var ekki aðeins sniðin fyrir manneskju með engin brjóst heldur enduðu ermarnar langt fyrir ofan úlnliði mína. Ég kíkti á merkimiðann aftur. Stærð Large. Stærð Large?! Já kannski fyrir börn,“ skrifar Lindsay. Þá ákvað hún að kalla á tíu ára dóttur sína og biðja hana um að máta kápuna. Hún smellpassaði á hana - eins og öll hin fötin frá NastyDress. Í lok greinarinnar varar Lindsay fólk við að panta af svipuðum síðum en sem dæmi um síðu í sama dúr er Ali Express sem Íslendingar eru duglegir við að nota.Þessi peysa leit allt öðruvísi út en á myndinni.
Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira