Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:19 Kári var sterkur í kvöld. vísir/ernir Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“ Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“
Olís-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira