Dortmund er á botni deildarinnar með með aðeins ellefu stig eftir þrettán umferðir, en það hefur unnið tvo titla og hafnað tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu fjórum tímabilinu.
Þrátt fyrir þetta skelfilega gengi er alltaf fullt á Signal Iduna-vellinum og frábærir stuðningsmenn liðsins leggja ekki árar í bát.
Þennan stuðning vildu leikmenn Dortmund þakka fyrir og mættu þeir því að vanda á jólaboð félagsins þar sem þeir árituðu treyjur og tóku myndir af sér með fólkinu.
En þeir hættu ekki þar heldur skiptust þeir á að taka vakt á barnum þar sem þeir afgreiddu bjór til stuðningsmannanna og hjálpuðu þeim að drekkja sorgum sínum.




BVB players pull beer at Christmas party #bvb http://t.co/7lT3mSszxr pic.twitter.com/NDnYvxxcLu
— Borussia Dortmund (@BVB) December 3, 2014
Thankful for all your continued love and support! @BVB pic.twitter.com/GwXbNn0Iue
— Henrikh Mkhitaryan (@HenrikhMkh) December 2, 2014