Beyoncé elskar Oreo: Trufflur, brúnkur, örbylgjukaka og smákökur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2014 17:30 Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á landinu, hefur margoft sagt í viðtölum að hennar uppáhalds góðgæti væri Oreo-kex. Hefur hún meira að segja látið hafa það eftir sér að hún klári pakkann ef hann er keyptur. Lífið fór á stúfana og fann nokkrar uppskriftir sem innihalda nóg af Oreo-kexi og gætu fallið í kramið hjá söngkonunni. Oreo-trufflur 18 Oreo-kexkökur 225 g mjúkur rjómaostur 1 bolli hvítt súkkulaði 1/2 tsk kókosolía 1/4 bolli súkkulaði Myljið Oreo-kökurnar í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman við rjómaost. Búið til litlar kúlur úr deiginu og setjið í frysti í allt að klukkutíma. Bræðið hvíta súkkulaðið og kókosolíuna. Setjið tannstöngul í hverja Oreo-kúlu og dýfið ofan í hvíta súkkulaðið. Leyfið súkkulaðinu að harðna. Bræðið súkkulaði og skreytið kúlurnar með því. Oreo-örbylgjukaka 9 Oreo-kexkökur 1/2 tsk lyftiduft 1/2 bolli mjólk 1 1/2 tsk sykur vanilluís Smyrjið 1 til 2 könnur með olíu og setjið til hliðar. Myljið Oreo-kexkökurnar í matvinnsluvél og blandið saman við lyftiduft, sykur og mjólk. Hellið blöndunni í könnurnar og hitið í örbylgjuofni - 1 mínútu og 45 sekúndur fyrir litlar könnur eða 2 mínútur fyrir stórar könnur. Takið könnurnar úr örbylgjuofni og leyfið þeim að kólna í tíu mínútur. Skreytið með vanilluís og njótið. Oreo-brúnkur 1/2 bolli bráðið smjör 3/4 bolli sykur 1/2 bolli ljós púðursykur 2 stór egg 1 msk olía 2 tsk vanilludropar 3/4 bollar hveiti 1/2 bolli kakó 1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 16 Oreo-kexkökur 5 Oreo-kexkökur til að skreyta 1 bolli þeyttur rjómi Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman smjöri, sykri og púðursykri. Bætið einu eggi við í einu og blandið vel saman. Bætið því næst olíu og vanilludropum saman við. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti saman í annarri skál. Bætið þurrefnablöndunni saman við smjörblönduna í fjórum hollum. Hellið helmingnum af blöndunni í form. Setjið 16 Oreo-kexkökur yfir deigið og hellið síðan restinni yfir. Bakið í 20 til 25 mínútur. Kælið og skreytið með rjómanum og Oreo-kexkökunum. Oreo-smákökur 230 g mjúkt smjör 1 bolli púðursykur 1/2 bolli sykur 2 egg 1 tsk vanilludropar 2 1/4 bolli hveiti 2 tsk salt 1 tsk matarsódi 1 1/2 bolli súkkulaði, saxað 1/2 bolli hvítt súkkulaði, saxað 15 Oreo-kökur, saxaðar Hitið ofninn í 170°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri vel saman. Bætið við eggjum og vanilludropum og hrærið. Blandið hveiti, salti og matarsóda saman í annarri skál. Bætið þurrefnablöndunni varlega saman við smjörblönduna. Bætið súkkulaðinu og Oreo-kexinu varlega saman við. Búið til kúlur úr deiginu og fletjið þær aðeins út með lófanum á ofnplötunni. Bakið í tíu mínútur. Kökur og tertur Smákökur Súkkulaðikaka Trufflur Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Söngkonan Beyoncé, sem dvelur nú á landinu, hefur margoft sagt í viðtölum að hennar uppáhalds góðgæti væri Oreo-kex. Hefur hún meira að segja látið hafa það eftir sér að hún klári pakkann ef hann er keyptur. Lífið fór á stúfana og fann nokkrar uppskriftir sem innihalda nóg af Oreo-kexi og gætu fallið í kramið hjá söngkonunni. Oreo-trufflur 18 Oreo-kexkökur 225 g mjúkur rjómaostur 1 bolli hvítt súkkulaði 1/2 tsk kókosolía 1/4 bolli súkkulaði Myljið Oreo-kökurnar í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman við rjómaost. Búið til litlar kúlur úr deiginu og setjið í frysti í allt að klukkutíma. Bræðið hvíta súkkulaðið og kókosolíuna. Setjið tannstöngul í hverja Oreo-kúlu og dýfið ofan í hvíta súkkulaðið. Leyfið súkkulaðinu að harðna. Bræðið súkkulaði og skreytið kúlurnar með því. Oreo-örbylgjukaka 9 Oreo-kexkökur 1/2 tsk lyftiduft 1/2 bolli mjólk 1 1/2 tsk sykur vanilluís Smyrjið 1 til 2 könnur með olíu og setjið til hliðar. Myljið Oreo-kexkökurnar í matvinnsluvél og blandið saman við lyftiduft, sykur og mjólk. Hellið blöndunni í könnurnar og hitið í örbylgjuofni - 1 mínútu og 45 sekúndur fyrir litlar könnur eða 2 mínútur fyrir stórar könnur. Takið könnurnar úr örbylgjuofni og leyfið þeim að kólna í tíu mínútur. Skreytið með vanilluís og njótið. Oreo-brúnkur 1/2 bolli bráðið smjör 3/4 bolli sykur 1/2 bolli ljós púðursykur 2 stór egg 1 msk olía 2 tsk vanilludropar 3/4 bollar hveiti 1/2 bolli kakó 1/2 tsk matarsódi 1/2 tsk salt 16 Oreo-kexkökur 5 Oreo-kexkökur til að skreyta 1 bolli þeyttur rjómi Hitið ofninn í 175°C. Blandið saman smjöri, sykri og púðursykri. Bætið einu eggi við í einu og blandið vel saman. Bætið því næst olíu og vanilludropum saman við. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti saman í annarri skál. Bætið þurrefnablöndunni saman við smjörblönduna í fjórum hollum. Hellið helmingnum af blöndunni í form. Setjið 16 Oreo-kexkökur yfir deigið og hellið síðan restinni yfir. Bakið í 20 til 25 mínútur. Kælið og skreytið með rjómanum og Oreo-kexkökunum. Oreo-smákökur 230 g mjúkt smjör 1 bolli púðursykur 1/2 bolli sykur 2 egg 1 tsk vanilludropar 2 1/4 bolli hveiti 2 tsk salt 1 tsk matarsódi 1 1/2 bolli súkkulaði, saxað 1/2 bolli hvítt súkkulaði, saxað 15 Oreo-kökur, saxaðar Hitið ofninn í 170°C. Setjið bökunarpappír á ofnplötur. Blandið smjöri, púðursykri og sykri vel saman. Bætið við eggjum og vanilludropum og hrærið. Blandið hveiti, salti og matarsóda saman í annarri skál. Bætið þurrefnablöndunni varlega saman við smjörblönduna. Bætið súkkulaðinu og Oreo-kexinu varlega saman við. Búið til kúlur úr deiginu og fletjið þær aðeins út með lófanum á ofnplötunni. Bakið í tíu mínútur.
Kökur og tertur Smákökur Súkkulaðikaka Trufflur Uppskriftir Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira