Liturinn á könnunni hefur áhrif á hvernig kaffið bragðast Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2014 10:58 Þessi er að drekka biturt kaffi, væntanlega. Vísir/Getty Liturinn á könnunni sem maður drekkur kaffið sitt úr getur haft áhrif á hvernig manni finnst kaffið bragðast. Þessu hafa nokkrir ástralskir vísindamenn komist að. Niðurstöður rannsóknar, sem voru birtar í síðustu viku sýna að, fólki finnst kaffi drukkið úr hvítum könnum bitrara á bragðið en kaffi sem er drukkið úr glærum málum. Fólki fannst kaffið í glæru könnunum vera sætara á bragðið miðað við kaffið í hvítu könnunum. Kaffið í bláum könnunum þótti svo bæði bitrara og sætara samanborið við kaffið úr hinum málunum. En alltaf drakk fólkið sama kaffið og voru málin alveg eins að öllu leyti, fyrir utan litinn.Rannsakendur telja að hvíti liturinn dragi fram brúna litinn á kaffinu og að fólk tengi brúna litinn við biturleika. Vísindamennirnir telja að þetta sýni fram á hversu gríðarlega miklu máli litaval skiptir þegar kemur að því hvernig neytendur upplifi vörur. Einn áströlsku vísindamannanna fékk hugmyndina að rannsókninni þegar starfsmaður kaffihúss sagði honum að fólki þætti bragðið af kaffi í hvítum pappamálum bitrara en bragðið á kaffi í annarskonar pappamálum. Þetta varð til þess að málið varð rannsakað með fyrrgreindum niðurstöðum. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Liturinn á könnunni sem maður drekkur kaffið sitt úr getur haft áhrif á hvernig manni finnst kaffið bragðast. Þessu hafa nokkrir ástralskir vísindamenn komist að. Niðurstöður rannsóknar, sem voru birtar í síðustu viku sýna að, fólki finnst kaffi drukkið úr hvítum könnum bitrara á bragðið en kaffi sem er drukkið úr glærum málum. Fólki fannst kaffið í glæru könnunum vera sætara á bragðið miðað við kaffið í hvítu könnunum. Kaffið í bláum könnunum þótti svo bæði bitrara og sætara samanborið við kaffið úr hinum málunum. En alltaf drakk fólkið sama kaffið og voru málin alveg eins að öllu leyti, fyrir utan litinn.Rannsakendur telja að hvíti liturinn dragi fram brúna litinn á kaffinu og að fólk tengi brúna litinn við biturleika. Vísindamennirnir telja að þetta sýni fram á hversu gríðarlega miklu máli litaval skiptir þegar kemur að því hvernig neytendur upplifi vörur. Einn áströlsku vísindamannanna fékk hugmyndina að rannsókninni þegar starfsmaður kaffihúss sagði honum að fólki þætti bragðið af kaffi í hvítum pappamálum bitrara en bragðið á kaffi í annarskonar pappamálum. Þetta varð til þess að málið varð rannsakað með fyrrgreindum niðurstöðum.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira