Hefur aðeins horft á fyrsta tapið einu sinni á myndbandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:00 Gunnar Nelson varð undir gegn Rick Story. vísir/getty Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er. MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er.
MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjá meira
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07
Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51
Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01