Ástin blómstraði 2014: Pör ársins Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2014 11:45 Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á árinu sem er að líða kviknaði ástin svo sannarlega milli þekktra Íslendinga og lifir enn. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnupör sem urðu til á árinu.Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tónlistarmaðurinn og leikkonan opinberuðu ást sína á Facebook í lok október. Það er klárlega hjónasvipur með þessum tveimur og ekki skortir hæfileikana í þetta samband.Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir Á fyrstu mánuðum ársins fréttist af nýju ástarsambandi. Sannkölluðu Idol-sambandi. Þau Snorri og Heiða felldu saman hugi en þau eru bæði kennd við hæfileikakeppnina Idol Stjörnuleit. Snorri sigraði í keppninni árið 2006 en Heiða lenti í öðru sæti árið 2005.Marín Manda Magnúsdóttir og Arnar Gunnlaugsson Blaðakonan knáa söðlaði um og flutti til Danmerkur um mitt árið. Hún lét ekki þar við sitja og nældi sér einnig í nýjan mann og blómstrar ástin sem aldrei fyrr í Danaveldi.Ingimundur Björgvinsson og Marta María Sjálf Smartlandsdrottningin fetaði í fótspor stjarnanna og byrjaði með einkaþjálfaranum sínum um mitt árið. Þau eru yfir sig ástfangin og geislar af þeim hvert sem þau fara. Ofurpar hefur sjaldan átt jafn vel við og nú.Elmar Gilbertsson og Selma Björnsdóttir Söngfuglarnir tveir opinberuðu ástarsamband sitt síðla sumars og gáfu vinir þeirra þeim fljótt viðurnefnið Selmar. Eitt er víst - þau geta svo sannarlega sungið ástarljóð til hvors annars.Unnsteinn Manuel og Ágústa Sveinsdóttir Retro Stefson-bróðirinn féll fyrir ljóshærða vöruhönnuðinum og er þar á ferð einstaklega smart par sem allir taka eftir.Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Logi Pedro Hinn Retro Stefson-bróðirinn fann líka ástina á árinu og það í örmum Reykjavíkurdóttur. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira
Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á árinu sem er að líða kviknaði ástin svo sannarlega milli þekktra Íslendinga og lifir enn. Lífið á Vísi kíkti á nokkur stjörnupör sem urðu til á árinu.Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir Það kom mörgum í opna skjöldu þegar tónlistarmaðurinn og leikkonan opinberuðu ást sína á Facebook í lok október. Það er klárlega hjónasvipur með þessum tveimur og ekki skortir hæfileikana í þetta samband.Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir Á fyrstu mánuðum ársins fréttist af nýju ástarsambandi. Sannkölluðu Idol-sambandi. Þau Snorri og Heiða felldu saman hugi en þau eru bæði kennd við hæfileikakeppnina Idol Stjörnuleit. Snorri sigraði í keppninni árið 2006 en Heiða lenti í öðru sæti árið 2005.Marín Manda Magnúsdóttir og Arnar Gunnlaugsson Blaðakonan knáa söðlaði um og flutti til Danmerkur um mitt árið. Hún lét ekki þar við sitja og nældi sér einnig í nýjan mann og blómstrar ástin sem aldrei fyrr í Danaveldi.Ingimundur Björgvinsson og Marta María Sjálf Smartlandsdrottningin fetaði í fótspor stjarnanna og byrjaði með einkaþjálfaranum sínum um mitt árið. Þau eru yfir sig ástfangin og geislar af þeim hvert sem þau fara. Ofurpar hefur sjaldan átt jafn vel við og nú.Elmar Gilbertsson og Selma Björnsdóttir Söngfuglarnir tveir opinberuðu ástarsamband sitt síðla sumars og gáfu vinir þeirra þeim fljótt viðurnefnið Selmar. Eitt er víst - þau geta svo sannarlega sungið ástarljóð til hvors annars.Unnsteinn Manuel og Ágústa Sveinsdóttir Retro Stefson-bróðirinn féll fyrir ljóshærða vöruhönnuðinum og er þar á ferð einstaklega smart par sem allir taka eftir.Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Logi Pedro Hinn Retro Stefson-bróðirinn fann líka ástina á árinu og það í örmum Reykjavíkurdóttur.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira