Rory: Golf þarf að spilast hraðar svo ungt fólk nenni að taka þátt Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. desember 2014 10:30 Rory McIlroy er mikil fyrirmynd ungu kynslóðarinnar. vísir/getty Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy, besti kylfingur heims í dag, vill að golf verði spilað hraðar svo fleiri ungir krakkar hafi áhuga á að æfa og spila íþróttina. Fram kemur á vef BBC að fjöldi ungmenna á aldrinum 16-25 ára sem stunda golf minnkaði um helming frá 2010-2013. „Það gerist allt svo hratt í dag og fólk hefur ekki jafn mikinn tíma og áður. Kannski væri best að finna leið til að spila leikinn hraðar,“ segir McIlroy sem vann bæði opna breska meistaramótið og PGA-meistaramótið á árinu. „Fleiri horfa á golf en áður en færri stundað það. Fólk hefur gaman að því að horfa á leikinn en þeir dagar eru liðnir þar sem hægt var að eyða fimm til sex klukkutímum á golfvellinum,“ segir Norður-Írinn. Yfirvöld í golfinu hafa verið treg til að kynna til nýjungar og breyta til, en það var síðast á þessu ári sem Royal and Ancient-golfklúbburinn, sem rekur St. Andrews-völlinn í Skotlandi, leyfði konum að gerast meðlimir. Þær stóðu fyrir utan fyrstu 260 árin. Rory er þó bjartsýnn og telur þá sem búa til reglurnar vera tilbúnir að horfa fram á veginn. „Ég held að þeir séu ekkert á móti þessu, sérstaklega ef þeir vilja fá fleiri til að stunda golf,“ segir hann. „Það verður engu breytt hvernig stórmót eru spiluð, það fyrirkomulag finnst mér virka mjög vel. Ég er að tala um golf hjá yngri krökkum - alls ekki hjá okkur,“ segir Rory McIlroy.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira