Lífið

Jóhann tilnefndur til Golden Globe verðlauna

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í morgun og þar var nafn Jóhanns.
Tilkynnt var um tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í morgun og þar var nafn Jóhanns.
Jóhann Jóhannsson tónlistarmaður hefur verið tilnefndur til Golden Globe verðlauna. Hann hlýtur tilnefningu í flokki besta frumsamda tónlist í kvikmynd fyrir tónlistina í The Theory of Everything.

Tilkynnt var um tilnefningar til Golden Globe verðlaunanna í morgun. Verðlaunaafhendingin fer fram 11. janúar næstkomandi og kemur þá í ljós hvort að Jóhann fái verðlaunin.

Jóhann samdi tónlistina í myndinni sem fjallar um samband Stephen Hawking og eiginkonu hans Jane. Myndin var leikstýrð af Óskarsverðlaunahafanum James Marsh.

Tónlistin hefur fengið mikið lof en sérstaklega var minnst á hana af gagnrýnendum Variety, BBC og Screen Daily, svo einhverjir séu nefndir.


Tengdar fréttir

„Draumaverkefni fyrir mig“

Jóhann Jóhannsson fær góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×