Innlent

Flugfreyjukórinn og Páll Rósinkranz taka lagið óvænt

Jakob Bjarnar skrifar
Flugfreyjukórinn, undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, er yfirleitt virkur vel um jólin og þetta ár er engin undantekning þar á. Kórinn fékk óvæntan liðsauka, stórsöngvarinn Páll Rósinkranz slóst óvænt í hópinn þar sem þær sungu fyrir gesti Leifsstöðvar.

„Já, ég var þarna að árita diskinn minn, labbaði fram á þær og var spurður hvort ég væri ekki til í að taka lagið með þeim? Það var nú lítið mál, hressar og skemmtilegar stelpur og vinur minn Magnús Kjartansson á píanó!“ segir Páll við Vísi. Það hafi hreinlega ekki verið hægt að sleppa þessu tækifæri.

Og óvænt fengu gestir Leifsstöðvar úrvals tónleika, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Sigurður Anton Ólafsson hjá Icelandair tók, þann 8. desember. Og hann veitti Vísi góðfúslegt leyfi til að birta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×