Fótbolti

Tottenham tapaði í myrkrinu og missti toppsætið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Svona litu hlutirnir út á heimavelli Besiktas í kvöld ansi lengi.
Svona litu hlutirnir út á heimavelli Besiktas í kvöld ansi lengi. vísir/getty
Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði gegn Besiktas á útivelli, 1-0.

Helst dró til tíðinda í leiknum að flóðljósakerfi vallarins klikkaði tvisvar og varð svarta myrkur á vellinum.

Sjá einnig:Miðstöð Boltavaktarinnar | Evrópudeild UEFA

Það gerðist fyrst í fyrri hálfleik og svo aftur þegar 90 mínútur voru búnar, en þá átti bara eftir að spila tvær mínútur í uppbótartíma.

Leikurinn kláraðist loksins, langt á eftir áætlun, og hafði Besiktas 1-0 sigur sem fyrr segir með marki Cenk Tosun á 59. mínútu.

Tyrkneska liðið átti sigurinn fyllilega skilinn en Tottenham gat ekki mikið í leiknum. Það fékk þó sín færi til að skora.

Tottenham hafnar í öðru sæti C-riðils og getur mætt einu af liðunum átta sem „féllu“ úr Meistaradeildinni í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×