Nýr bóksölulisti: Barnabækur leggja undir sig sölulistana Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2014 13:58 Barnabókahöfundarnir eru fyrirferðarmeiri á bóksölulistum en nokkru sinni fyrr. Félag íslenskra bókaútgefenda var að senda frá sér bóksölulista, en nú er jólabókaflóðið farið af stað, 10. desember og því má heita að listinn sé marktækur. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda segir þessa lista boða nokkur tíðindi. „Þegar ég leit yfir listann þótti mér hlutur barnabóka vera orðinn æði fyrirferðamikill (í jákvæðum skilning þó) þannig að ég tók saman sölu barnabóka frá 1. nóvember til 7. desember í ár og í fyrra. Útkoman er svo sannarlega fréttnæm, 24,4 prósenta aukning er í sölu barnabóka fyrir þetta tímabil miða við á sama tíma í fyrra!“ Og það er engum blöðum um það að fletta að barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason, Villi naglbítur, Ævar Þór Benediktsson og Þorgrímur Þráinsson eru að rúlla upp markaðinum. Eftirtektarvert að þar fari karlmenn fyrir flokki? „Já, þrátt fyrir mjög frambærilega höfunda af hinu kyninu þá komast þær ekki með tærnar þangað sem þessir piltar hafa neglt sínum hælum niður,“ segir Bryndís. Þó má nefna að bækur Bryndísar Björgvinsdóttur og Sif Sigmarsdóttur eru á ágætu flugi og ekki má gleyma Frozen-hárbókinni. Það er hins vegar spurning hvort ef til vill þurfi að draga fleiri beittar og skemmtilegar konur að barnabókamarkaðinum og koma þá upp í hugann til dæmis allar leikkonurnar sem hafa verið að gera sig gildandi í gríninu í þáttum á borð við Stelpunum, enda ljóst að leikaramenntunin kemur þeim Gunnari Helga og Ævari Þór vel sem og sjónvarpsþáttagerð þeirra sem ætluð er ungmennum. Og ekki þarf að hafa mörg orð um framgöngu Villa naglbíts á því sviði. Mál manna, að sögn Bryndísar, er að bóksala almennt sé með svipuðu móti og síðustu ár ef undan er skilin þessi mikla aukning í sölu barnabóka.Topplistinn 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 5. Útkall: Örlagaskotið Óttar Sveinsson 6. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 7. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 8. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 9. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 10. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar SkúlasonÆvisögur 1. Saga þeirra, saga mín Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan: Maðurinn sem stal... Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar: saga lögmanns... Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt - innbundin Luis Suárez 6. Sigurður dýralæknir 2 Sigurður Sigurðarson 7. Handan minninga Sally Magnusson 8. Winston S. Churchill: ævisaga Jón Þ. Þór 9. Líf mitt - kilja Luis Suárez 10. Kaupmaðurinn á horninu: Óskar í Sunnubúð Jakob F. ÁsgeirssonÍslensk skáldverk 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið Kristín Steinsdóttir 5. Skálmöld Einar Kárason 6. Kata Steinar Bragi 7. Litlu dauðarnir Stefán Máni 8. Táningabók Sigurður Pálsson 9. Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir 10. Gæðakonur Steinunn SigurðardóttirÞýdd skáldverk 1. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 2. Náðarstund Hannah Kent 3. Pabbi er farinn á veiðar - innbundin Mary Higgins Clark 4. Pabbi er farinn á veiðar - kilja Mary Higgins Clark 5. Í innsta hring Vivica Sten 6. Leiðirnar vestur: amerísk saga Reid Lance Rosenthal 7. Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagr... Haruki Murakami 8. Amma biður að heilsa Fredrik Backman 9. Lolita Vladimir Nabokov 10. Sverðagnýr I: Stál og snjór - Game of Thrones George R.R MartinBarnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 4. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll/Walt Disney 5. Rottuborgari David Walliams 6. Loom æðið Kat Roberts 7. Fjölfræðibók Sveppa Sverrir Þór Sverrisson 8. Jólasyrpa 2014 Walt Disney 9. Ævintýri fyrir yngstu börnin Setberg 10. Þrettán dagar til jóla Brian PilkingtonUngmennabækur 1. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar Bjarni Þór Guðjónsson/Guðjón Eiríksson 3. Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir 4. Töfradísin - Leyndardómurinn um hinn... Michael Scott 5. Eleanor og Park Rainbow Rowell 6. Djásn: Freyju saga 2 Sif Sigmarsdóttir 7. Maðurinn sem hataði börn Þórarinn Leifsson 8. Arfleifð Veronica Roth 9. Óreiða Lauren Oliver 10. Skrifað í stjörnurnar John GreenFræði og almennt efni, að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum 1. Útkall: Örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Skúlason 3. Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson 4. Hrossahlátur Júlíus Brjánsson 5. Lífríki Íslands Snorri Baldursson 6. Króm og hvítir hringir Örn Sigurðsson 7. Flugvélar í máli og myndum Sam Atkinson/Jemima Dunnie 8. Orð að sönnu: Íslenskir málshættir og... Jón G. Friðjónsson 9. Skagfirskar skemmtisögur Björn Jóhann Björnsson 10. Háski í hafi II Illugi JökulssonLjóð & leikrit 1. Drápa Gerður Kristný 2. Árleysi árs og alda(askja með CD) Bjarki Karlsson 3. Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 4. Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 5. Tautar og raular Þórarinn Eldjárn 6. Enn sefur vatnið Valdimar Tómasson 7. Eddukvæði í öskju Gísli Sigurðsson ritst. 8. Árleysi árs og alda Bjarki Karlsson 9. Feigðarórar Kristófer Páll Viðarsson 10. Ljóðasafn Gerður KristnýMatreiðslubækur 1. Bjór Stefán Pálsson/Höskuldur Sæmundsson/Rán Flygenring 2. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall/Walt Disney 3. Af bestu lyst 4 Heiða Björg Hilmisdóttir/Laufey Steingrímsdóttir/Gunnar Sverrisson 4. Læknirinn í eldhúsinu: veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson 5. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur Magnús Ingi Magnússon 6. Dísukökur Hafdís Priscilla Magnúsdóttir 7. MMM-Matreiðslubók Mörtu Maríu Marta María Jónasdóttir 8. Nenni ekki að elda Guðrún Veiga Guðmundsdóttir 9. Leyndarmál Tapasbarsins Bjarki Freyr Gunnlaugsson/Carlos Horacio Gimenez 10. Sveitasæla: Góður matur gott líf Inga Elsa Bergþórsdóttir/Gísli Egils HrafnssonHandavinnubækur 1. Stóra heklbókin May Corfield 2. Heklfélagið: úrval uppskrifta eftir 15 hönnuði Tinna Þórudóttir Þorvaldar 3. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði Hélène Magnússon 4. Tvöfalt prjón: flott báðum megin Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir Ros Badger 6. Treflaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir 7. Prjónaást Jessica Biscoe 8. Litlu skrímslin Nuriya Khegay 9. Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir 10. Vettlingaprjón Guðrún S. MagnúsdóttirHljóðbókalisti 1. Útkall-örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Dalalíf - öll 5 bindin Guðrún frá Lundi 4. Hallgerður Guðni Ágústsson 5. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 6. Bróðir minn Ljónshjarta Astrid Lindgren 7. Skálmöld Einar Kárason 8. Góði dátinn Svejk Jaroslav Hašek 9. DNA Yrsa Sigurðardóttir 10. Kamp Knox Arnaldur IndriðasonKiljulistinn 1. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 4. Í innsta hring Vivica Sten 5. Lóaboratoríum Lóa Hlín Hjálmarsdóttir 6. You are nothing Hugleikur Dagsson 7. Drón Halldór Armand 8. Leiðirnar vestur: amerísk saga Reid Lance Rosenthal 9. Sögur úr Vesturbænum Matthías Johannessen 10. Aþena, Ohio Karl Ágúst ÚlfssonUppsafnaður listi frá áramótumSöluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 5. Útkall - Örlagaskotið Óttar Sveinsson 6. Grillréttir Hagkaups Friðrika Hjördís Geirsdóttir 7. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 8. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 9. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall/Walt Disney 10. Öræfi Ófeigur Sigurðsson Game of Thrones Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Félag íslenskra bókaútgefenda var að senda frá sér bóksölulista, en nú er jólabókaflóðið farið af stað, 10. desember og því má heita að listinn sé marktækur. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda segir þessa lista boða nokkur tíðindi. „Þegar ég leit yfir listann þótti mér hlutur barnabóka vera orðinn æði fyrirferðamikill (í jákvæðum skilning þó) þannig að ég tók saman sölu barnabóka frá 1. nóvember til 7. desember í ár og í fyrra. Útkoman er svo sannarlega fréttnæm, 24,4 prósenta aukning er í sölu barnabóka fyrir þetta tímabil miða við á sama tíma í fyrra!“ Og það er engum blöðum um það að fletta að barnabókahöfundarnir Gunnar Helgason, Villi naglbítur, Ævar Þór Benediktsson og Þorgrímur Þráinsson eru að rúlla upp markaðinum. Eftirtektarvert að þar fari karlmenn fyrir flokki? „Já, þrátt fyrir mjög frambærilega höfunda af hinu kyninu þá komast þær ekki með tærnar þangað sem þessir piltar hafa neglt sínum hælum niður,“ segir Bryndís. Þó má nefna að bækur Bryndísar Björgvinsdóttur og Sif Sigmarsdóttur eru á ágætu flugi og ekki má gleyma Frozen-hárbókinni. Það er hins vegar spurning hvort ef til vill þurfi að draga fleiri beittar og skemmtilegar konur að barnabókamarkaðinum og koma þá upp í hugann til dæmis allar leikkonurnar sem hafa verið að gera sig gildandi í gríninu í þáttum á borð við Stelpunum, enda ljóst að leikaramenntunin kemur þeim Gunnari Helga og Ævari Þór vel sem og sjónvarpsþáttagerð þeirra sem ætluð er ungmennum. Og ekki þarf að hafa mörg orð um framgöngu Villa naglbíts á því sviði. Mál manna, að sögn Bryndísar, er að bóksala almennt sé með svipuðu móti og síðustu ár ef undan er skilin þessi mikla aukning í sölu barnabóka.Topplistinn 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 5. Útkall: Örlagaskotið Óttar Sveinsson 6. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 7. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 8. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 9. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 10. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar SkúlasonÆvisögur 1. Saga þeirra, saga mín Helga Guðrún Johnson 2. Svarthvítir dagar Jóhanna Kristjónsdóttir 3. Hans Jónatan: Maðurinn sem stal... Gísli Pálsson 4. Í krafti sannfæringar: saga lögmanns... Jón Steinar Gunnlaugsson 5. Líf mitt - innbundin Luis Suárez 6. Sigurður dýralæknir 2 Sigurður Sigurðarson 7. Handan minninga Sally Magnusson 8. Winston S. Churchill: ævisaga Jón Þ. Þór 9. Líf mitt - kilja Luis Suárez 10. Kaupmaðurinn á horninu: Óskar í Sunnubúð Jakob F. ÁsgeirssonÍslensk skáldverk 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Öræfi Ófeigur Sigurðsson 4. Vonarlandið Kristín Steinsdóttir 5. Skálmöld Einar Kárason 6. Kata Steinar Bragi 7. Litlu dauðarnir Stefán Máni 8. Táningabók Sigurður Pálsson 9. Englaryk Guðrún Eva Mínervudóttir 10. Gæðakonur Steinunn SigurðardóttirÞýdd skáldverk 1. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 2. Náðarstund Hannah Kent 3. Pabbi er farinn á veiðar - innbundin Mary Higgins Clark 4. Pabbi er farinn á veiðar - kilja Mary Higgins Clark 5. Í innsta hring Vivica Sten 6. Leiðirnar vestur: amerísk saga Reid Lance Rosenthal 7. Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagr... Haruki Murakami 8. Amma biður að heilsa Fredrik Backman 9. Lolita Vladimir Nabokov 10. Sverðagnýr I: Stál og snjór - Game of Thrones George R.R MartinBarnabækur 1. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 4. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll/Walt Disney 5. Rottuborgari David Walliams 6. Loom æðið Kat Roberts 7. Fjölfræðibók Sveppa Sverrir Þór Sverrisson 8. Jólasyrpa 2014 Walt Disney 9. Ævintýri fyrir yngstu börnin Setberg 10. Þrettán dagar til jóla Brian PilkingtonUngmennabækur 1. Hjálp Þorgrímur Þráinsson 2. Fótboltaspurningar Bjarni Þór Guðjónsson/Guðjón Eiríksson 3. Hafnfirðingabrandarinn Bryndís Björgvinsdóttir 4. Töfradísin - Leyndardómurinn um hinn... Michael Scott 5. Eleanor og Park Rainbow Rowell 6. Djásn: Freyju saga 2 Sif Sigmarsdóttir 7. Maðurinn sem hataði börn Þórarinn Leifsson 8. Arfleifð Veronica Roth 9. Óreiða Lauren Oliver 10. Skrifað í stjörnurnar John GreenFræði og almennt efni, að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum 1. Útkall: Örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Orðbragð Brynja Þorgeirsdóttir/Bragi Valdimar Skúlason 3. Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson 4. Hrossahlátur Júlíus Brjánsson 5. Lífríki Íslands Snorri Baldursson 6. Króm og hvítir hringir Örn Sigurðsson 7. Flugvélar í máli og myndum Sam Atkinson/Jemima Dunnie 8. Orð að sönnu: Íslenskir málshættir og... Jón G. Friðjónsson 9. Skagfirskar skemmtisögur Björn Jóhann Björnsson 10. Háski í hafi II Illugi JökulssonLjóð & leikrit 1. Drápa Gerður Kristný 2. Árleysi árs og alda(askja með CD) Bjarki Karlsson 3. Íslenskar úrvalsstökur Guðmundur Andri Thorsson valdi 4. Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 5. Tautar og raular Þórarinn Eldjárn 6. Enn sefur vatnið Valdimar Tómasson 7. Eddukvæði í öskju Gísli Sigurðsson ritst. 8. Árleysi árs og alda Bjarki Karlsson 9. Feigðarórar Kristófer Páll Viðarsson 10. Ljóðasafn Gerður KristnýMatreiðslubækur 1. Bjór Stefán Pálsson/Höskuldur Sæmundsson/Rán Flygenring 2. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall/Walt Disney 3. Af bestu lyst 4 Heiða Björg Hilmisdóttir/Laufey Steingrímsdóttir/Gunnar Sverrisson 4. Læknirinn í eldhúsinu: veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson 5. Eldhúsið okkar: Íslenskur hátíðarmatur Magnús Ingi Magnússon 6. Dísukökur Hafdís Priscilla Magnúsdóttir 7. MMM-Matreiðslubók Mörtu Maríu Marta María Jónasdóttir 8. Nenni ekki að elda Guðrún Veiga Guðmundsdóttir 9. Leyndarmál Tapasbarsins Bjarki Freyr Gunnlaugsson/Carlos Horacio Gimenez 10. Sveitasæla: Góður matur gott líf Inga Elsa Bergþórsdóttir/Gísli Egils HrafnssonHandavinnubækur 1. Stóra heklbókin May Corfield 2. Heklfélagið: úrval uppskrifta eftir 15 hönnuði Tinna Þórudóttir Þorvaldar 3. Íslenskt prjón - 25 tilbrigði Hélène Magnússon 4. Tvöfalt prjón: flott báðum megin Guðrún María Guðmundsdóttir 5. Hekl, skraut og fylgihlutir Ros Badger 6. Treflaprjón Guðrún S. Magnúsdóttir 7. Prjónaást Jessica Biscoe 8. Litlu skrímslin Nuriya Khegay 9. Slaufur Rannveig Hafsteinsdóttir 10. Vettlingaprjón Guðrún S. MagnúsdóttirHljóðbókalisti 1. Útkall-örlagaskotið Óttar Sveinsson 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Dalalíf - öll 5 bindin Guðrún frá Lundi 4. Hallgerður Guðni Ágústsson 5. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 6. Bróðir minn Ljónshjarta Astrid Lindgren 7. Skálmöld Einar Kárason 8. Góði dátinn Svejk Jaroslav Hašek 9. DNA Yrsa Sigurðardóttir 10. Kamp Knox Arnaldur IndriðasonKiljulistinn 1. Ljónatemjarinn Camilla Läckberg 2. Afdalabarn Guðrún frá Lundi 3. Pabbi er farinn á veiðar Mary Higgins Clark 4. Í innsta hring Vivica Sten 5. Lóaboratoríum Lóa Hlín Hjálmarsdóttir 6. You are nothing Hugleikur Dagsson 7. Drón Halldór Armand 8. Leiðirnar vestur: amerísk saga Reid Lance Rosenthal 9. Sögur úr Vesturbænum Matthías Johannessen 10. Aþena, Ohio Karl Ágúst ÚlfssonUppsafnaður listi frá áramótumSöluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. DNA Yrsa Sigurðardóttir 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 5. Útkall - Örlagaskotið Óttar Sveinsson 6. Grillréttir Hagkaups Friðrika Hjördís Geirsdóttir 7. Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson 8. Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson 9. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall/Walt Disney 10. Öræfi Ófeigur Sigurðsson
Game of Thrones Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira