Sævar og Helga María eru skíðafólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 11:55 Sævar Birgisson og Helga María Vilhjálmsdótti Vísir/Ernir Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson
Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira