Leikmenn Zaragoza líktu Kristni við Jón Arnór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2014 10:30 Kristinn Pálsson fagnar hér þriggja stiga körfu í leik með Stella Azzura. Mynd/Euroleague.net Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Kristinn Pálsson, fyrirliði unglingaliðs Stella Azzura frá Róm, tók í gær við bikarnum eftir að liðið tryggði sér sæti á úrslitahelgi Euroleague framtíðarleikmanna en ítalska liðið vann alla fjóra leiki sína í sínum riðli. Karfan.is birti skemmtilegt viðtal við þennan 17 ára Njarðvíking sem stundar nám við Marymount International School í Róm og stefnir á því að fara í skóla til Bandaríkjanna næsta haust. Kristinn hefur verið á Ítalíu undanfarin ár og því hafa íslenskir körfuboltáhugamenn ekki séð alltof mikið til kappans en hann fékk mikið hrós á dögunum eftir leik við spænska liðið CAI Zaragoza. „Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 "Ferðalið" þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins," segir Kristinn í samtali við karfan.is og það var mikilvægt fyrir hann að standa sig vel í Euroleague framtíðarleikmanna. „Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýárs sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma "Scout-ar" frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn," sagði Kristinn. Kristinn er farinn að tala ítölskuna vel. „Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar einhverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhverjum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað," segir Kristinn og hugur hans stefnir á Bandaríkin. „Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakinu og þar með "Plan B",“ segir Kristinn. „ Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni," segir Kristinn en það er hægt að lesa allt viðtalið við kappann með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira