Stefán Hallur vinnur leiksigur Jón Viðar Jónsson skrifar 2. janúar 2014 12:00 "Stefán Hallur Stefánsson vinnur nú leiksigur í hlutverkinu. Þetta er það langbesta sem hann hefur gert, túlkunin öll hófstillt og yfirveguð, hvergi sleginn falskur tónn, svipbrigðaleikurinn sérlega magnaður.“ Leiklist: Lúkas eftir Guðmund Steinsson Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Marta Nordal Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Ljósahönnun: Lárus Björnsson Tónlist: Stefán Már Magnússon Grafísk hönnun: Linda Loeskow Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Stefán Hallur Stefánsson Aldrei óstelandi nefnist leikhópur sem þær Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir hafa rekið saman í ein þrjú ár og á að baki þrjár sýningar. Sú fyrsta var skemmtilega djörf uppstokkun á Fjalla-Eyvindi Jóhanns, önnur var einhvers konar tilraun til framandgervingar á Svartfugli Gunnars sem ég náði nú að vísu litlu sambandi við. Þær stöllur halda sig við íslensk efni; nú er röðin komin að Lúkasi Guðmundar Steinssonar, sem var frumsýndur hér fyrir tæpum fjörutíu árum. Lúkas er táknleikur. Titilpersónan er afætan og blóðsugan Lúkas sem heimsækir eldri hjón reglulega og lætur þau halda sér miklar matarveislur. Þau stjana við hann eins og þrælar; tök hans á þeim eru sálræns eðlis; þau virðast lifa fyrir hann einan og óttast ekkert meira en að hann hafni þeim og útskúfi. Og hann kyndir undir óttanum með því að halda þeim í sífelldri óvissu, ala á sektarkennd þeirra; þau vita aldrei hvort honum muni líka maturinn; einn daginn leikur allt í lyndi og hann er hæstánægður, aðra daga er annað upp á teningnum. Leikurinn segir ekki eiginlega sögu, heldur lýsir þessu ástandi í fjórum mislöngum atriðum eða þáttum. Þetta er að mörgu leyti vel skrifað og dramatískt leikverk, grimmt og gamansamt í senn, augljóslega orðið til á stefnumóti absúrdismans og hins pólitíska leikhúss sem bæði risu hátt þegar verkið varð til. Þriðji þátturinn, þegar Lúkas birtist ekki fyrr en seint og um síðir, hefur mér alltaf fundist veikasti hluti þess, of langdreginn og innkoma Lúkasar undir lokin hálfgerður anti-klímax. Í fjórða þætti sýnir Lúkas svo sitt rétta andlit – ef hann hefur þá nokkurt andlit – sem okkur hefur alltaf rennt grun í. Niðurlæging gömlu hjónanna er alger, vald Lúkasar yfir þeim fullkomið. Það besta í verkinu er persóna Lúkasar. Hrappar eins og hann hafa ávallt verið þakklátt efni í höndum réttra leikenda sem kunna að láta skína í villidýrið og hleypa því svo fram af fullum þunga þegar tími er til kominn. Erlingur Gíslason gerði kallinum eftirminnileg skil á sínum tíma og Stefán Hallur Stefánsson vinnur nú leiksigur í hlutverkinu. Þetta er það langbesta sem hann hefur gert, túlkunin öll hófstillt og yfirveguð, hvergi sleginn falskur tónn, svipbrigðaleikurinn sérlega magnaður. Mér hefur lengi fundist Stefán Hallur vera frekar grunnur í túlkun, en hann kom mjög á óvart í Stóru börnunum og nú fær hann loks tækifæri til að sýna fyrir alvöru hvað hann getur. Leikstjórnarvinna Mörtu Nordal er mjög vönduð og sviðsmynd Stígs Steinþórssonar snjöll. Stígur var eitt sinn á miklum skriði sem leikmyndateiknari, en hefur horfið að öðru á undanförnum árum; hann mætti sannarlega fara að snúa aftur til leikhússins. Marta gerir sér sýnilega grein fyrir annmörkum textans, styttir hann og þéttir, sleppir hléi sem er skynsamlegt, og skreytir sýninguna með tónlistarbrotum, ljósabreytingum og öðrum tæknibrellum sem ég lýsi ekki nánar, en virka vel. Aðalgalli sýningarinnar er að þau Friðrik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir skuli valin í hlutverk gömlu hjónanna. Þau eru auðvitað bæði góðir leikarar, en hér eru þau einfaldlega einni kynslóð of ung – að minnsta kosti. Allt vafstur hjónanna í kringum Lúkas verður í rauninni ekki skiljanlegt nema unnt sé að líta á hann sem sonarímynd þeirra; barnið sem þau neita að sleppa og vilja halda föstu í einhvers konar síbernsku. Aðeins slíkt samband gerir örvæntingarfullan vanmátt þeirra trúverðugan, gæðir kómedíuna þeirri tragísku vídd sem hún má ekki vera án. En hér birtast hjónin sem hálfgildings svefngenglar, vonlausir aular sem áhorfandinn er búinn að gefa upp á bátinn löngu áður en leik lýkur. Þegar Guðmundur Steinsson lést árið 1996 hafði hann lokið við tuttugu leikrit í fullri lengd. Sjö þeirra hafa aldrei verið sýnd, þar á meðal fjögur frá síðustu árum hans. Mörg eru þessi verk ugglaust börn síns tíma, en einhver þeirra gætu átt erindi á svið enn, sérstaklega Húsið og Hjartsláttur, myndi ég halda. Íslenskur leikritaarfur er ekki stór og okkur er skylt að nýta hann eins vel og við getum.Niðurstaða: Virðingarverð og vönduð tilraun til að dusta rykið af gömlu íslensku verki sem líður fyrir rangt leikendaval í tvö af hlutverkunum þremur. Frábær túlkun Stefáns Halls Stefánssonar á Lúkasi er meginstyrkur sýningarinnar. Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Lúkas eftir Guðmund Steinsson Aldrei óstelandi í samvinnu við Þjóðleikhúsið Leikstjórn: Marta Nordal Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Helga I. Stefánsdóttir Ljósahönnun: Lárus Björnsson Tónlist: Stefán Már Magnússon Grafísk hönnun: Linda Loeskow Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriksson, Stefán Hallur Stefánsson Aldrei óstelandi nefnist leikhópur sem þær Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir hafa rekið saman í ein þrjú ár og á að baki þrjár sýningar. Sú fyrsta var skemmtilega djörf uppstokkun á Fjalla-Eyvindi Jóhanns, önnur var einhvers konar tilraun til framandgervingar á Svartfugli Gunnars sem ég náði nú að vísu litlu sambandi við. Þær stöllur halda sig við íslensk efni; nú er röðin komin að Lúkasi Guðmundar Steinssonar, sem var frumsýndur hér fyrir tæpum fjörutíu árum. Lúkas er táknleikur. Titilpersónan er afætan og blóðsugan Lúkas sem heimsækir eldri hjón reglulega og lætur þau halda sér miklar matarveislur. Þau stjana við hann eins og þrælar; tök hans á þeim eru sálræns eðlis; þau virðast lifa fyrir hann einan og óttast ekkert meira en að hann hafni þeim og útskúfi. Og hann kyndir undir óttanum með því að halda þeim í sífelldri óvissu, ala á sektarkennd þeirra; þau vita aldrei hvort honum muni líka maturinn; einn daginn leikur allt í lyndi og hann er hæstánægður, aðra daga er annað upp á teningnum. Leikurinn segir ekki eiginlega sögu, heldur lýsir þessu ástandi í fjórum mislöngum atriðum eða þáttum. Þetta er að mörgu leyti vel skrifað og dramatískt leikverk, grimmt og gamansamt í senn, augljóslega orðið til á stefnumóti absúrdismans og hins pólitíska leikhúss sem bæði risu hátt þegar verkið varð til. Þriðji þátturinn, þegar Lúkas birtist ekki fyrr en seint og um síðir, hefur mér alltaf fundist veikasti hluti þess, of langdreginn og innkoma Lúkasar undir lokin hálfgerður anti-klímax. Í fjórða þætti sýnir Lúkas svo sitt rétta andlit – ef hann hefur þá nokkurt andlit – sem okkur hefur alltaf rennt grun í. Niðurlæging gömlu hjónanna er alger, vald Lúkasar yfir þeim fullkomið. Það besta í verkinu er persóna Lúkasar. Hrappar eins og hann hafa ávallt verið þakklátt efni í höndum réttra leikenda sem kunna að láta skína í villidýrið og hleypa því svo fram af fullum þunga þegar tími er til kominn. Erlingur Gíslason gerði kallinum eftirminnileg skil á sínum tíma og Stefán Hallur Stefánsson vinnur nú leiksigur í hlutverkinu. Þetta er það langbesta sem hann hefur gert, túlkunin öll hófstillt og yfirveguð, hvergi sleginn falskur tónn, svipbrigðaleikurinn sérlega magnaður. Mér hefur lengi fundist Stefán Hallur vera frekar grunnur í túlkun, en hann kom mjög á óvart í Stóru börnunum og nú fær hann loks tækifæri til að sýna fyrir alvöru hvað hann getur. Leikstjórnarvinna Mörtu Nordal er mjög vönduð og sviðsmynd Stígs Steinþórssonar snjöll. Stígur var eitt sinn á miklum skriði sem leikmyndateiknari, en hefur horfið að öðru á undanförnum árum; hann mætti sannarlega fara að snúa aftur til leikhússins. Marta gerir sér sýnilega grein fyrir annmörkum textans, styttir hann og þéttir, sleppir hléi sem er skynsamlegt, og skreytir sýninguna með tónlistarbrotum, ljósabreytingum og öðrum tæknibrellum sem ég lýsi ekki nánar, en virka vel. Aðalgalli sýningarinnar er að þau Friðrik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir skuli valin í hlutverk gömlu hjónanna. Þau eru auðvitað bæði góðir leikarar, en hér eru þau einfaldlega einni kynslóð of ung – að minnsta kosti. Allt vafstur hjónanna í kringum Lúkas verður í rauninni ekki skiljanlegt nema unnt sé að líta á hann sem sonarímynd þeirra; barnið sem þau neita að sleppa og vilja halda föstu í einhvers konar síbernsku. Aðeins slíkt samband gerir örvæntingarfullan vanmátt þeirra trúverðugan, gæðir kómedíuna þeirri tragísku vídd sem hún má ekki vera án. En hér birtast hjónin sem hálfgildings svefngenglar, vonlausir aular sem áhorfandinn er búinn að gefa upp á bátinn löngu áður en leik lýkur. Þegar Guðmundur Steinsson lést árið 1996 hafði hann lokið við tuttugu leikrit í fullri lengd. Sjö þeirra hafa aldrei verið sýnd, þar á meðal fjögur frá síðustu árum hans. Mörg eru þessi verk ugglaust börn síns tíma, en einhver þeirra gætu átt erindi á svið enn, sérstaklega Húsið og Hjartsláttur, myndi ég halda. Íslenskur leikritaarfur er ekki stór og okkur er skylt að nýta hann eins vel og við getum.Niðurstaða: Virðingarverð og vönduð tilraun til að dusta rykið af gömlu íslensku verki sem líður fyrir rangt leikendaval í tvö af hlutverkunum þremur. Frábær túlkun Stefáns Halls Stefánssonar á Lúkasi er meginstyrkur sýningarinnar.
Gagnrýni Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira