Flest mörk af hægri vængnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2014 11:30 Hundrað prósent Kári Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín í gær en restin af liðinu skoraði aðeins úr 15 af 46 skotum sínum utan af velli. NordicPhotos/Getty Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron. EM 2014 karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Einn stórsigur, eitt sigurmark á síðustu stundu og einn stór skellur er uppskeran úr þremur síðustu undirbúningsleikjum strákanna okkar fyrir EM í handbolta sem hefst í Danmörku um næstu helgi. Sigrarnir í tveimur fyrstu leikjunum á móti Rússlandi og Austurríki þrátt fyrir forföll voru mikið gleðiefni en íslenska liðið var síðan skotið í kaf í lokaleiknum á móti þýsku liði, sem er ekki einu sinni á leiðinni á EM. „Ég var mjög ánægður með þessa tvo fyrstu sigra þar sem við vorum að spila mjög góðan sóknarleik og hraðaupphlaupin gengu vel á móti Rússum. Varnarleikurinn var ekki nægjanlega öflugur þá og við vorum svolítið passívir. Á móti Austurríki voru við beittari varnarlega og náðum góðum sigri þar. Í kvöld spiluðum við mjög illa,“ sagði Aron Kristjánsson eftir leikinn á móti Þýskalandi í gær. „Ég hefði auðvitað vilja fá betri frammistöðu frá yngri leikmönnum sem eru að reyna að sanna sig. Í raun var á endanum bara gott að sleppa út úr þessu með ekki stærra tap en 32-24,“ sagði Aron. „Það vantaði marga inn í þetta hjá okkur í dag og þá líka leikmenn sem voru hérna úti. Þegar frammistaðan er ekki betri hjá leikmönnum þá er enginn til þess að taka við,“ sagði Aron. Þórir Ólafsson var ekki með liðinu og Aron Pálmarsson og Vignir Svavarsson spiluðu lítið. Þá meiddist Ólafur Bjarki Ragnarsson. „Þetta er búið að vera svolítið meiðslaár í landsliðnu og mikið um forföll. Þá hafa þessir strákar fengið fleiri mínútur og það sem þeir þurfa,“ sagði Aron. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason fóru ekki með út en Aron vonast til þess að Arnór getið æft með liðinu á þriðjudaginn. Það er hins vegar lengra í Guðjón Val. „Það kemur ekki í ljós fyrr en seinna í vikunni hvort hann verður klár,“ sagði Aron.
EM 2014 karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira