Sjá merki um nýja bólu á hlutabréfamarkaði Haraldur Guðmundsson skrifar 9. janúar 2014 07:00 Heildarviðskipti með hlutabréf námu á síðasta ári 1.018 milljónum á dag. Fréttablaðið/Stefán „Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“ Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
„Það eru merki um að eignabóla geti farið að myndast á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þegar mikið fjármagn er að leita að fáum fjárfestingarkostum er alltaf hætta á því að bóla myndist og það er svolítið það sem við gætum farið að upplifa hér á Íslandi,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson hjá Greiningardeild Arion Banka, spurður hvort líkur á eignabólu á innlendum hlutabréfamarkaði hafi aukist að undanförnu. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands námu 251 milljarði króna á síðasta ári samanborið við 89 milljarða veltu árið 2012. Þrjú félög, N1, TM og VÍS, voru skráð á Aðalmarkað Kauphallarinnar árið 2013 og fagfjárfestar jafnt sem almennir sýndu hlutafjárútboðum þeirra mikinn áhuga. „Hlutabréfamarkaðir hafa yfirhöfuð, bæði hér á landi og annars staðar, hækkað töluvert mikið á undanförnum tveimur árum. Fjárfestar hafa verið heldur bjartsýnir og þeir hafa verið tilbúnir í aðeins meiri áhættu. Ísland hefur því ekkert verið að þróast neitt öðru vísi en önnur lönd og íslenskar hlutabréfavísitölur hafa þróast á sambærilegan hátt og annars staðar,“ segir Stefán. Hann segir mikla þátttöku í hlutafjárútboðum eiga sér augljósa skýringu í því að fagfjárfestar og almenningur horfa í auknum mæli á þau sem auðvelda leið til að hagnast á stuttum tíma. „Það er samt ekki alltaf þannig. Það er heilmikil áhætta fólgin í því að taka þátt í hlutafjárútboðum og ég tala ekki um þegar fólk tekur lán til að taka þátt í þeim.“Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi hjá IFS Greiningu, tekur í sama streng og Stefán varðandi möguleikann á eignabólu. Hann segir fjárfesta þurfa að vera varkára varðandi verðlagningu hlutabréfa. „Helstu verðkennitölur á íslenska markaðnum eru í frekar háum gildum í samanburði við verðkennitölur á öðrum mörkuðum, án þess að vera komnar út fyrir þessi mörk sem mætti kalla bóluástand. Sögulega hefur íslenski markaðurinn ekki verið feiminn við að verðleggja sig við hliðina á stærstu mörkuðum heims en að minnsta kosti án gjaldeyrishafta má færa góð rök fyrir því að lægri kennitölur hæfi honum, meðal annars vegna hærra vaxtastigs, smæðar og grunnleika,“ segir Jóhann. Spurður hvort það sé næg innistæða fyrir þessum hækkunum á verði hlutabréfa bendir Stefán á að breytingar á verði félaganna hafi oftast tekið mið af afkomu þeirra og öðrum tíðindum. „Það er stærsti mælikvarðinn. Hins vegar má það ekki gleymast að sum félög voru ekkert að hækka. Það er ákveðið heilbrigðismerki að í fyrra voru félög sem stóðu ekki undir væntingum og þeim var refsað þannig að þau lækkuðu á markaði,“ segir Stefán og nefnir fyrirtækin Marel og Vodafone sem dæmi. „Ég vona svo sannarlega að þetta haldi áfram því það er auðvitað óhollt og skaðlegt til lengri tíma litið ef markaðurinn fer að hegða sér þannig að öll félög fari að hækka óháð frammistöðu og afkomu.“
Mest lesið „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira