Fjarstæðukenndar skýringar umhverfisráðherra Árni Finnsson skrifar 9. janúar 2014 06:00 Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Skýringar umhverfisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á því hvers vegna hann féllst á kröfu Landsvirkjunar um að fresta undirritun reglugerðar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum þann 21. júní sl. standast ekki skoðun. Í Fréttablaðinu í gær [8. Jan. 2014] segir ráðherra að „…við lokafrágang friðlýsingarinnar“ hafi komið fram „ábendingar“ um „…að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem settur var í verndarflokk…“ Ekki er kunnugt um að slíkar athugasemdir hafi komið fram. Þvert á móti segir Landsvirkjun í bréfi til ráðherra, dags. 20. júní sl., að Landsvirkjun hafi lagst gegn fyrirhugaðri friðlýsingu og vakið „…athygli á hagsmunum fyrirtækisins innan friðlandsins.“ Hvergi segir að afmörkun svæðisins gangi lengra „…en sem nemur Norðlingaölduveitukosti“ heldur gagnrýnir Landsvirkjun að tillagan útiloki Norðlingaölduveitu.Ásökunum hafnað Í bréfi sínu „Dregur Landsvirkjun mjög í efa að það stjórnsýsluferli sem málið hefur verið í af hálfu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins svo og Umhverfisstofnunar standist gildandi lög,“ og: „Áskilur Landsvirkjun sér allan rétt til að láta reyna á þær ákvarðanir sem teknar eru í ofangreindu efni með kæru á stjórnsýslustigi og/eða fyrir dómstólum, verði málinu ekki frestað og meðferð þess og afgreiðsla ekki endurskoðuð.“ Í bréfi ráðherra til Umhverfisstofnunar 27. des. sl. er þessum ásökunum Landsvirkjunar hafnað. Segir þar: „…kemst Umhverfisstofnun að þeirri niðurstöðu að undirbúningur og málsmeðferð stofnunarinnar hafi verið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti, sérstaklega í ljósi þess að Alþingi hafi með samþykkt verndar- og orkunýtingaráætlunar 14. janúar sl. tekið ákvörðun um að virkjanakosturinn Norðlingaölduveita í 566-567,5 m.y.s. færi í verndarflokk áætlunarinnar. Ráðuneytið tekur undir með Umhverfisstofnun að ekki hafi þurft að leita samþykkis Landsvirkjunar fyrir friðlýsingarskilmálum.“Alvarlegar athugasemdir Hér má einnig rifja upp að í kjölfar fullyrðinga Landsvirkjunar, iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra sl. sumar um að sveitarstjórnir hafi gert alvarlegar athugasemdir við tillögu Umhverfisstofnunar greindu fjölmiðlar frá því að fulltrúar sömu sveitarstjórna könnuðust ekki við slíkt. Ráðherra fór með rangt mál. Fullyrðing ráðherra um að hann hafi útilokað Norðlingaölduveitu rímar illa við að hann hefur nú fallist á tillögur Landsvirkjunar um „nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu“ eða „…samskonar heimild fyrir Landsvirkjun um rekstur veitulóns innan friðlandsmarka í 566 m.y.s.“ Allir sjá að slíkur leikur getur bara endað á einn veg; hækkun stíflu og stækkun Norðlingaöldulóns til samræmis við fyrri tillögur Landsvirkjunar sem ekki mun virða nein friðlandsmörk. Ekki frekar en þá sátt sem átti að innsigla með rammaáætlun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun