Utan vallar: Hvaða kröfur er hægt að gera til íslenska liðsins á EM? Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 08:00 Aron Pálmarsson. Mynd/NordicPhotos/Getty Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar. EM 2014 karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Það er erfitt að gera miklar kröfur til íslenska landsliðsins á EM sem hefst á morgun. Lykilmenn vantar í liðið, fleiri lykilmenn eru tæpir vegna meiðsla og enn fleiri leikmenn spila lítið með sínum félagsliðum. Staðan er ekkert sérstaklega góð í dag. Það verður að viðurkennast. Þeir tímar að Ísland dreymi um verðlaun á stórmóti eru búnir. Í bili að minnsta kosti. Varnarleikurinn er stóri hausverkurinn. Það hægist á Sverre með hverju árinu og hann mun ekki hafa Ingimund við hlið sér. Vignir er að glíma við meiðsli og því gæti hinn óreyndi Bjarki Már Gunnarsson þurft að taka á sig stórt hlutverk í vörninni á mótinu. Það er erfitt verk að smíða saman nýja vörn korteri fyrir stórmót. Við sáum á æfingamótinu um síðustu helgi að þar var talsvert verk enn eftir óunnið. Þrátt fyrir það er enn talsverð reynsla í liðinu og nóg af hæfileikamönnum. Á milli stanganna er einn besti markvörður þýsku deildarinnar í vetur, Björgvin Páll. Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims og leikstjórnandinn Snorri Steinn er í flottu formi og spilar mikið. Margir af ungu mönnunum lofa síðan góðu og núna þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafi það sem til þarf. Svo eigum við gæðamenn í hornum og inni á línu. Íslenska liðið fer því nokkuð pressulaust á mótið. Það er nefnilega frekar auðvelt að afsaka slakt gengi ef allt fer til fjandans í Álaborg. Ég veit samt að slíkur hugsanagangur er ekki til staðar hjá strákunum okkar. Þeir ætla að selja sig dýrt í Danmörku. Þeir verða brjálaðir ef þeir komast ekki upp úr riðlinum og munu ekki vilja afsaka sig. Það er þessi þankagangur sem er styrkleiki liðsins meðal annars. Menn munu berjast eins og grenjandi ljón fyrir hverjum bolta. Það vilja allir sýna hvað þeir geta og við höfum áður séð löskuð íslensk lið koma skemmtilega á óvart. Þó svo að ekki sé hægt að gera miklar kröfur að þessu sinni er lágmarkskrafa að mínu mati að komast upp úr riðlinum. Annað væru vonbrigði. Ísland á góða möguleika gegn bæði Noregi og Ungverjalandi og það gæti dugað að vinna annan hvorn leikinn. Bæði lið eru að glíma við erfiðleika rétt eins og íslenska liðið. Ísland hefur ekkert í Spánverja að gera eins og staðan er í dag. Það lið er einfaldlega í allt öðrum gæðaflokki. Eins og það er erfitt að komast í milliriðil þá blasir við ný staða ef liðið kemst þangað. Þá mætir það liðum sem það á einnig möguleika gegn, að Dönum undanskildum. Þá væri hægt að berjast um að komast í leikinn um fimmta eða sjöunda sætið. Að enda í topp átta væri flottur árangur. Vonandi ná strákarnir okkar að gleðja landsmenn eins og svo oft áður í janúar.
EM 2014 karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira