Hátíðin fer fram í fimmta sinn samhliða HönnunarMars, dagana 27. til 30. mars.
Reykjavík Fashion Festival var stofnað árið 2009. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast.
Fjölda erlendra og innlendra fjölmiðla ásamt starfandi fólki í tískuiðnaðinum er boðið á hátíðina og gefst þeim tækifæri til að upplifa íslenska hönnun og kynnast hönnuðunum sjálfum.

Til viðbótar verður samtímis haldin svokölluð Tískuvaka í Reykjavík en hún mun lífga upp á stræti miðborgarinnar með skemmtilegum verslunar- og tískuviðburðum.