Stærsta bransahátíð í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2014 10:15 Vintage Caravan kemur fram á Eurosonic en Rás 2 valdi sveitina til að koma fram. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira