Bregðum ekki fæti fyrir nýsköpun Rannveig Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2014 00:00 Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræða hefur verið í þjóðfélaginu um mikilvægi uppbyggingar og nýsköpunar í atvinnulífi hér á landi. Gjarnan er vísað í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem kom út í ágúst 2012. Í henni er talað um Ísland sem eina af 15 ríkustu þjóðum heims mælt í landsframleiðslu á mann síðustu 30 árin. Nú er Ísland að færast neðar. McKinsey bendir á mikilvægi þess að Ísland bæti framleiðni, skapi ný tækifæri og auki fjölbreytni í undirstöðuatvinnugreinum. Allir vilja nýsköpun, ekki síst ráðamenn. Ýmislegt er tilgreint sem hjálpar nýsköpun svo sem opinberir styrkir. Það er athyglisvert að yfirvöld nýta ekki öll tækifæri sem styðja nýsköpun, sem sum þarfnast ekki framlags úr ríkissjóði.Nýsköpun hjá Lyfjastofnun Á árinu 2006 réðst Lyfjastofnun í það nýsköpunarverkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu EES. Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti að fjölga sérfræðingum og þróa verkefnið. Lyfjafyrirtækin óska eftir þjónustunni og greiða fyrir hana. Hér er um samkeppni að ræða við aðrar lyfjastofnanir á EES. Með því að meta þessar umsóknir hér skapast gjaldeyristekjur og atvinnutækifæri fyrir hámenntaða sérfræðinga auk starfa hjá íslenskum lyfjafyrirtækjum.Heftandi áhrif fjárlaga Í kjölfar bankahrunsins var gerð krafa um lækkun rekstrarkostnaðar hjá Lyfjastofnun eins og hjá öðrum ríkisstofnunum. Skipti þá ekki máli hvort stofnanir voru fjármagnaðar af sjálfsaflafé, eins og Lyfjastofnun, eða með framlagi úr ríkissjóði. Í tilviki Lyfjastofnunar þýddu fjárheimildir fjárlaga höft á þróun nýsköpunarverkefnisins, en heimild fjárlaga var lægri en rekstraráætlanir stofnunarinnar. Þegar tekjumarki fjárheimilda er náð á stofnunin erfitt með sinna nýjum verkefnum, þrátt fyrir að greiðsla sé tryggð. Ekki hefur verið heimilt að nýta tekjur umfram fjárheimildir, sem hefur bein áhrif á þjónustustig stofnunarinnar. Mikil tregða hefur verið hjá fjárveitingavaldinu að hækka fjárheimild stofnunarinnar í samræmi við áætlun hennar um tekjur og því hefur stofnunin hvorki haft möguleika á að þróa verkefni frekar né efla starfsemina eins og stefnt var að. Ýmis lyfjafyrirtæki, s.s. Actavis og Alvogen, hafa áhuga á að Lyfjastofnun þjónusti þau frekar en þegar er gert og taki að sér verkefni sem að öðrum kosti eru unnin af öðrum lyfjastofnunum á EES.Önnur tækifæri Eitt af lögbundnum hlutverkum stofnunarinnar er að meta umsóknir um klínískar rannsóknir á sviði lyfja og lækningatækja. Lyfjastofnun tók við málaflokknum lækningatæki í maí 2011. Ekki hefur tekist að finna lausn á fjármögnun málaflokksins og er staðan sú að ekki er gert ráð fyrir framlagi úr ríkissjóði eða fjárheimild í fjárlögum. Lyfjastofnun hefur því ekki möguleika á að meta klínískar rannsóknir á lækningatækjum eða sinna málaflokknum nema að mjög takmörkuðu leyti. Stofnuninni er óheimilt að nýta tekjur af lyfjamálum í að þjónusta lækningatækjamálaflokkinn. Sprotafyrirtækjum í lækningatækjaframleiðslu er því gert erfitt fyrir að framkvæma rannsóknir á Íslandi.Hvað er til ráða? Þegar stofnunum eru fengin ný verkefni samkvæmt lögum er nauðsynlegt að tryggt sé að verkefnum fylgi fjármagn til að sinna þeim á viðunandi hátt. Lyfjastofnun verður að hafa heimild til að sinna þeim verkefnum sem viðskiptavinir stofnunarinnar óska eftir, í samræmi við þær tekjur sem stofnunin aflar. Allt sem þarf er vilji fjárveitingavaldsins og löggjafans til að leysa vandann þannig að stofnunin hafi tök á veita þá nýsköpunarþjónustu sem fyrirtækin óska eftir og greiða fyrir.Við getum gert betur Það má ekki gleyma mikilvægri þjónustu opinberra stofnana sem fyrirtækin reiða sig á. Lyfjastofnun er rekin fyrir þjónustugjöld frá lyfjafyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls. Föst fjárheimild í fjárlögum hentar ekki slíkri starfsemi. Fjöldi umsókna er ekki þekktur í upphafi árs og gjöldin eiga að standa straum af kostnaði við að afgreiða verkefnin. Takmörkun fjárheimilda Lyfjastofnunar skerðir möguleika þessara fyrirtækja á að byggja upp atvinnustarfsemi á Íslandi. Hafa skal í huga að þessi atvinnustarfsemi skapar verðmæt störf hámenntaðra sérfræðinga og ekki má gleyma gjaldeyrisöflun og skatttekjum fyrir ríkissjóð.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun