Óréttlæti í styrkjakerfi milli kartöfluræktar og mjólkuriðnaðar Þorgils Jónsson skrifar 21. janúar 2014 09:27 Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtubakkahreppi segir uppskerubrest vegna veðurs síðustu ár og lágt verð til bænda hafa gengið nærri stétt kartöflubænda. mynd/Heiða.is Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“ Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“
Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00