Ragnheiður er gríðarlegt efni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 10:00 Ragnheiður Júlíusdóttir í leik með Fram í vetur. Vísir/Daníel Hún varð Íslandsmeistari síðasta vor en ekki með liðsfélögum sínum í meistaraflokki Fram heldur með 3. flokki Fram sem sankaði að sér öllum titlum á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Fram í haust og það er óhætt að segja að hún hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Íslandsmeistarar síðasta árs misstu marga lykilmenn í sumar og Framliðið þurfti að treysta á gott unglingastarf frá fyrsta leik. Það var því gott að geta kallað á efnilegasta leikmann Íslands að mati þjálfara deildarinnar.Ótrúlega öflug í vetur „Hún kemur á blindu hliðina inn í deildina, á frábæran leik í Meisturum meistaranna og er tekin alvarlega frá þeim leik. Hún hefur verið ótrúlega öflug í vetur. Við vissum að hún yrði öflug en hún hefur verið framar vonum með þessa hluti og hvað hún er rosalega sterk andlega,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Framliðsins, sem var óhræddur að henda þessari sextán ára stelpu út í djúpu laugina. „Ragnheiður er gríðarlegt efni, hún hefur rosalega öflugan skrokk og er mjög sterk. Hún hefur líka svakalega öfluga hönd sem er gríðarlega mikilvægt í kvennahandbolta. Hún er mikil skytta,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 76 mörk í 14 leikjum með Fram í Olís-deildinni í vetur, 5,4 mörk í leik að meðaltali, þar af hefur hún átt níu marka leiki á móti báðum efstu liðum deildarinnar, Val og Stjörnunni.Hættir aldrei „Hún hættir aldrei,“ segir Halldór Jóhann og kemur með dæmi um það þegar hann hefur þurft að skamma hana. „Ég hef látið hana finna svolítið fyrir því í vetur því mér finnst hún vera orðin það góður leikmaður. Maður hefur þurft aðeins að taka hana til hliðar en hún er það öflugur persónuleiki að hún kemur alltaf sterk til baka,“ segir hann. Halldór Jóhann veit þó vel að enginn leikmaður er fullskapaður sextán ára gamall og Fram ætlar að hjálpa henni að vaxa. „Það er vinna okkar næstu árin að hjálpa henni að verða að góðum leikmanni og svo síðar að frábærum leikmanni. Hún hefur skrokkinn í það og hæfileikana. Það er margt sem hún hefur og það sem hún hefur ekki er auðveldara að laga,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður hefur verið frábær í vetur en hún fékk þó mikla samkeppni sem efnilegasti leikmaður deildarinnar enda nóg af flottum handboltastelpum að koma upp í deildinni. Ragnheiður endaði með aðeins einu stigi meira en Fylkisstelpan Thea Imani Sturludóttir. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var síðan ekki langt á eftir. „Þær mynda útilínu í 20 ára landsliðinu þó að bæði Thea og Ragnheiður séu enn gjaldgengar í 18 ára landsliðið því þær eru bara 16 ára og fæddar 1997,“ segir Halldór. Ragnheiður er vinstri skytta, Hrafnhildur Hanna spilar sem leikstjórnandi og Thea Imani er hægri skytta. Það er því ljóst að framtíðarútispilarar íslenska landsliðsins þykja vera þrír efnilegustu leikmenn Olís-deildar kvenna. Þær eru allar þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum innan sinna liða og í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar þótt Hrafnhildur sé sú eina sem er markahæst hjá sínu liði.Ragnheiður Júlíusdóttir.Vísir/Daníel31 stig(fimm sinnum í 1. sæti, tisvar sinnum í 2. sæti)Ragnheiður Júlíusdóttir 16 ára (fædd 10. júní 1997) Vinstri skytta í Fram Spilar númer 9 76 mörk í 14 leikjum 5,4 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 0 leikirThea Imani Sturludóttir.Vísir/Valli30 stig(fimm sinnum í 1. sæti, einu sinni í 2. sæti)Thea Imani Sturludóttir 17 ára (fædd 21. janúar 1997) Hægri skytta í Fylki Spilar númer 88 59 mörk í 13 leikjum 4,5 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 10 leikir / 43 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir.Vísir/Daníel23 stig(einu sinni í 1. sæti, fimm sinnum í 2. sæti)Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 18 ára (fædd 14. maí 1995) Leikstjórnandi í Selfossi Spilar númer 4 69 mörk í 14 leikjum 4,9 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 16 leikir / 96 mörkAðrar sem fengu atkvæði Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 7 Þuríður Guðjónsdóttir, Selfossi 6 (1 í fyrsta sæti) Áróra Eir Pálsdóttir, Haukum 3 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 3 Hildur Karen Jóhannsdóttir, Fylki 1 Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylki 1 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fylki 1 Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK 1 Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Hún varð Íslandsmeistari síðasta vor en ekki með liðsfélögum sínum í meistaraflokki Fram heldur með 3. flokki Fram sem sankaði að sér öllum titlum á síðasta tímabili. Ragnheiður Júlíusdóttir steig sín fyrstu spor með meistaraflokki Fram í haust og það er óhætt að segja að hún hafi skotist hratt upp á stjörnuhimininn. Íslandsmeistarar síðasta árs misstu marga lykilmenn í sumar og Framliðið þurfti að treysta á gott unglingastarf frá fyrsta leik. Það var því gott að geta kallað á efnilegasta leikmann Íslands að mati þjálfara deildarinnar.Ótrúlega öflug í vetur „Hún kemur á blindu hliðina inn í deildina, á frábæran leik í Meisturum meistaranna og er tekin alvarlega frá þeim leik. Hún hefur verið ótrúlega öflug í vetur. Við vissum að hún yrði öflug en hún hefur verið framar vonum með þessa hluti og hvað hún er rosalega sterk andlega,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Framliðsins, sem var óhræddur að henda þessari sextán ára stelpu út í djúpu laugina. „Ragnheiður er gríðarlegt efni, hún hefur rosalega öflugan skrokk og er mjög sterk. Hún hefur líka svakalega öfluga hönd sem er gríðarlega mikilvægt í kvennahandbolta. Hún er mikil skytta,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur skorað 76 mörk í 14 leikjum með Fram í Olís-deildinni í vetur, 5,4 mörk í leik að meðaltali, þar af hefur hún átt níu marka leiki á móti báðum efstu liðum deildarinnar, Val og Stjörnunni.Hættir aldrei „Hún hættir aldrei,“ segir Halldór Jóhann og kemur með dæmi um það þegar hann hefur þurft að skamma hana. „Ég hef látið hana finna svolítið fyrir því í vetur því mér finnst hún vera orðin það góður leikmaður. Maður hefur þurft aðeins að taka hana til hliðar en hún er það öflugur persónuleiki að hún kemur alltaf sterk til baka,“ segir hann. Halldór Jóhann veit þó vel að enginn leikmaður er fullskapaður sextán ára gamall og Fram ætlar að hjálpa henni að vaxa. „Það er vinna okkar næstu árin að hjálpa henni að verða að góðum leikmanni og svo síðar að frábærum leikmanni. Hún hefur skrokkinn í það og hæfileikana. Það er margt sem hún hefur og það sem hún hefur ekki er auðveldara að laga,“ segir Halldór Jóhann. Ragnheiður hefur verið frábær í vetur en hún fékk þó mikla samkeppni sem efnilegasti leikmaður deildarinnar enda nóg af flottum handboltastelpum að koma upp í deildinni. Ragnheiður endaði með aðeins einu stigi meira en Fylkisstelpan Thea Imani Sturludóttir. Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var síðan ekki langt á eftir. „Þær mynda útilínu í 20 ára landsliðinu þó að bæði Thea og Ragnheiður séu enn gjaldgengar í 18 ára landsliðið því þær eru bara 16 ára og fæddar 1997,“ segir Halldór. Ragnheiður er vinstri skytta, Hrafnhildur Hanna spilar sem leikstjórnandi og Thea Imani er hægri skytta. Það er því ljóst að framtíðarútispilarar íslenska landsliðsins þykja vera þrír efnilegustu leikmenn Olís-deildar kvenna. Þær eru allar þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum innan sinna liða og í hópi markahæstu leikmanna deildarinnar þótt Hrafnhildur sé sú eina sem er markahæst hjá sínu liði.Ragnheiður Júlíusdóttir.Vísir/Daníel31 stig(fimm sinnum í 1. sæti, tisvar sinnum í 2. sæti)Ragnheiður Júlíusdóttir 16 ára (fædd 10. júní 1997) Vinstri skytta í Fram Spilar númer 9 76 mörk í 14 leikjum 5,4 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 0 leikirThea Imani Sturludóttir.Vísir/Valli30 stig(fimm sinnum í 1. sæti, einu sinni í 2. sæti)Thea Imani Sturludóttir 17 ára (fædd 21. janúar 1997) Hægri skytta í Fylki Spilar númer 88 59 mörk í 13 leikjum 4,5 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 10 leikir / 43 mörkHrafnhildur Hanna Þrastardóttir.Vísir/Daníel23 stig(einu sinni í 1. sæti, fimm sinnum í 2. sæti)Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 18 ára (fædd 14. maí 1995) Leikstjórnandi í Selfossi Spilar númer 4 69 mörk í 14 leikjum 4,9 mörk að meðaltali í leikReynsla í efstu deild fyrir tímabilið 16 leikir / 96 mörkAðrar sem fengu atkvæði Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV 7 Þuríður Guðjónsdóttir, Selfossi 6 (1 í fyrsta sæti) Áróra Eir Pálsdóttir, Haukum 3 Esther Viktoría Ragnarsdóttir, Stjörnunni 3 Hildur Karen Jóhannsdóttir, Fylki 1 Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylki 1 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK 1 Díana Kristín Sigmarsdóttir, Fylki 1 Þórhildur Braga Þórðardóttir, HK 1
Olís-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira