Mesta áhorf frá upphafi 8. febrúar 2014 08:00 Dómnefndin Fréttablaðið/Andri Marínó „Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun. Ísland Got Talent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
„Þetta er framar öllum vonum,“ segir Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365, um áhorf á þáttaröðina Ísland Got Talent sem nýlega hóf göngu sína á Stöð 2. Þættirnir hafa vakið mikla athygli. Dómnefndin er skipuð Bubba Morthens, Jóni Jónssyni, Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þátttakendur hafa heillað áhorfendur upp úr skónum, og má þar nefna fremsta meðal jafningja Hermann töframann sem ætlar að verja verðlaunafénu ef hann sigrar í sjúkrakostnað systur sinnar, grunnskólakennarann Signýju Sverrisdóttur sem söng eins og engill og píanósnillinginn Laufeyju Lín Jónsdóttur, sem er aðeins fjórtán ára gömul, en sló rækilega í gegn í fyrsta þættinum.Freyr Einarsson„Þetta er langmesta áhorf sem þáttur á Stöð 2 hefur fengið frá upphafi rafrænna mælinga í markhópnum 12-54 ára. Meira en Vaktaseríurnar fengu fyrir fimm árum sem er áhorf sem margir töldu að yrði aldrei toppað. Það er auðvitað sætur sigur í sjálfu sér,“ segir Freyr, léttur í bragði. Þrettán þættir af Ísland Got Talent verða sýndir, þar af eru fjórir úrslitaþættir sem verða í beinni útsendingu í vor. Spennan er mikil meðal keppenda sem taka þátt í þessari stærstu hæfileikakeppni Íslands, en sigurvegarinn hlýtur að launum 10 milljónir króna. „Það kom skemmtilega á óvart hversu fjölbreytt atriðin eru og hvað það er mikið af ótrúlega hæfileikaríku fólki á Íslandi sem kemur þarna fram í fyrsta skipti opinberlega,“ segir Freyr sannfærður um að margar af stjörnum framtíðarinnar stígi sín fyrstu skref fram í sviðsljósið í þessum sjónvarpsþáttum. Aukin áhersla hefur verið lögð á innlenda þætti í dagskrá Stöðvar 2 í vetur. „Þetta hefur haft mjög jákvæð áhrif og það er ljóst að það er mikil eftirspurn eftir íslensku sjónvarpsefni. Það varð sprenging í áskriftarsölunni hjá okkur í desember og það má segja að látunum hafi ekki linnt og allar símalínur í söluverinu hafi verið rauðglóandi síðustu mánuði. Stemningin í kringum Ísland Got Talent er einstök og viðbrögðin frábær, enda er þetta fjölskylduþáttur sem allar kynslóðir sameinast í kringum,“ segir Freyr sem er að vonum ánægður með þessa þróun.
Ísland Got Talent Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira