Vit eða strit? Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. febrúar 2014 07:00 Hér á landi verður pólitísk umræða illa slitin frá umræðu um efnahagsmál. Einna hæst ber umræðu um verðbólgu, verðtryggingu og framtíðarskipan gjaldeyrismála. Fjármálaráðherra lýsti í Sjónvarpinu um helgina þeirri skoðun að hér ættum við að stýra öllum okkar málum sjálf, þar á meðal krónunni. Einungis þyrfti að innleiða betri stjórn efnahagsmála en verið hafi. Þar hræða sporin. Hitt er náttúrlega hárrétt að efnahagsstjórnin þarf að vera betri. Fjármálafyrirtækjum þarf að setja skorður svo að þau setji ekki landið á hliðina (aftur). Fjárhagsáætlanagerð ríkisins þarf að setja útþensluramma (líkt og þegar hefur verið innleiddur hjá sveitarfélögum). Fyrirmyndirnar að vinnulagi (og stuðningur) til að ná þessum markmiðum er hjá Evrópusambandinu. Og erlendar skuldir ríkisins (og þjóðar) þarf að trappa niður þannig að undir þeim verði staðið með góðu móti og halli ekki á trúverðugleika rekstrarins, með tilheyrandi áhættuvaxtaálagi. Hvað sem veldur virðist tilhneiging stjórnmálamanna hins vegar fremur í þá átt að takast á við afleiðingar vandans en að ráðast að rót hans. Er þar nærtækast að líta til umræðunnar um „afnám verðtryggingar“. Verði verðtrygging afnumin með lögum þá kemur bara vaxtaokur í staðinn til að tryggja þeim sem lána rentur af peningum sínum. Nú síðast speglast vantrú fólks á að hér verði efnahagsstjórnin í lagi á viðtökur kjarasamninga sem hafa það að yfirlýstu markmiði að taka á verðbólgu. Fólk treystir því ekki að hér verði komið á verðstöðugleika sama hversu lág laun er samið um. Samningarnir eru þó tilraunarinnar virði, þrátt fyrir að verðlag virðist fremur stýrast af hlutum sem ekki verður ráðið við innanlands með launastefnu og vaxtahækkunum Seðlabankans. Þannig speglast hrávöru- og olíuverð í útlöndum sjálfkrafa inn í öll kjör hér á landi og ýkir sveiflur í gegn um verðtrygginguna. Í nýlegri grein Magnúsar Bjarnasonar, doktors í stjórnmálahagfræði, í efnahagsritinu Vísbendingu bendir hann á að sé horft til langtímaþróunar verðbólgu (til að jafna út áhrif efnahagssveiflna), svo sem áranna 2002 til 2013, sýni tölurnar 95 prósenta verðbólgu á Íslandi og 28 prósent á evrusvæðinu. „Ekki er hlaupið að afnámi verðtryggingar nema með því að fjarlægja verðbólguna jafnframt,“ segir hann í grein sinni. Líkt og margoft hefur verið bent á er krónan sjálfstæður verðbólguvaldur, örmynt sem illa er treyst og rýrir lánakjör lands og fyrirtækja sem hér eru starfandi. Þegar krónan veikist hækka vörur í verði og þegar hún styrkist þá lækka þær ekki aftur. „Ef Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið og láta Seðlabanka Evrópu hjálpa sér að hemja verðbólgu í framtíðinni með því að taka upp evru – því sumir telja Ísland stórveldi – þá verður róðurinn erfiður,“ segir Magnús Bjarnason líka í grein sinni og hefur líkast til rétt fyrir sér. Betur vinnur vit en strit, segir máltækið. Furðu margir virðast samt fremur vilja strita með krónunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hér á landi verður pólitísk umræða illa slitin frá umræðu um efnahagsmál. Einna hæst ber umræðu um verðbólgu, verðtryggingu og framtíðarskipan gjaldeyrismála. Fjármálaráðherra lýsti í Sjónvarpinu um helgina þeirri skoðun að hér ættum við að stýra öllum okkar málum sjálf, þar á meðal krónunni. Einungis þyrfti að innleiða betri stjórn efnahagsmála en verið hafi. Þar hræða sporin. Hitt er náttúrlega hárrétt að efnahagsstjórnin þarf að vera betri. Fjármálafyrirtækjum þarf að setja skorður svo að þau setji ekki landið á hliðina (aftur). Fjárhagsáætlanagerð ríkisins þarf að setja útþensluramma (líkt og þegar hefur verið innleiddur hjá sveitarfélögum). Fyrirmyndirnar að vinnulagi (og stuðningur) til að ná þessum markmiðum er hjá Evrópusambandinu. Og erlendar skuldir ríkisins (og þjóðar) þarf að trappa niður þannig að undir þeim verði staðið með góðu móti og halli ekki á trúverðugleika rekstrarins, með tilheyrandi áhættuvaxtaálagi. Hvað sem veldur virðist tilhneiging stjórnmálamanna hins vegar fremur í þá átt að takast á við afleiðingar vandans en að ráðast að rót hans. Er þar nærtækast að líta til umræðunnar um „afnám verðtryggingar“. Verði verðtrygging afnumin með lögum þá kemur bara vaxtaokur í staðinn til að tryggja þeim sem lána rentur af peningum sínum. Nú síðast speglast vantrú fólks á að hér verði efnahagsstjórnin í lagi á viðtökur kjarasamninga sem hafa það að yfirlýstu markmiði að taka á verðbólgu. Fólk treystir því ekki að hér verði komið á verðstöðugleika sama hversu lág laun er samið um. Samningarnir eru þó tilraunarinnar virði, þrátt fyrir að verðlag virðist fremur stýrast af hlutum sem ekki verður ráðið við innanlands með launastefnu og vaxtahækkunum Seðlabankans. Þannig speglast hrávöru- og olíuverð í útlöndum sjálfkrafa inn í öll kjör hér á landi og ýkir sveiflur í gegn um verðtrygginguna. Í nýlegri grein Magnúsar Bjarnasonar, doktors í stjórnmálahagfræði, í efnahagsritinu Vísbendingu bendir hann á að sé horft til langtímaþróunar verðbólgu (til að jafna út áhrif efnahagssveiflna), svo sem áranna 2002 til 2013, sýni tölurnar 95 prósenta verðbólgu á Íslandi og 28 prósent á evrusvæðinu. „Ekki er hlaupið að afnámi verðtryggingar nema með því að fjarlægja verðbólguna jafnframt,“ segir hann í grein sinni. Líkt og margoft hefur verið bent á er krónan sjálfstæður verðbólguvaldur, örmynt sem illa er treyst og rýrir lánakjör lands og fyrirtækja sem hér eru starfandi. Þegar krónan veikist hækka vörur í verði og þegar hún styrkist þá lækka þær ekki aftur. „Ef Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið og láta Seðlabanka Evrópu hjálpa sér að hemja verðbólgu í framtíðinni með því að taka upp evru – því sumir telja Ísland stórveldi – þá verður róðurinn erfiður,“ segir Magnús Bjarnason líka í grein sinni og hefur líkast til rétt fyrir sér. Betur vinnur vit en strit, segir máltækið. Furðu margir virðast samt fremur vilja strita með krónunni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun