„Eina sem þurfti var sjálfstraust“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 08:00 Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ræðir við sína leikmenn. fréttablaðið/Daníel Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56