Heimili fagurkerans Marín Manda skrifar 14. febrúar 2014 14:30 Maggý Mýrdal "Málverkið af hestinum er eftir mig. Ég var í listaháskóla í Bandaríkjunum, The Art Institute, og hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur list og hönnun. Að mála mynd er eins konar vítamín fyrir mig og ég stefni á að halda sýningu með vorinu.“ Maggý Mýrdal rekur Fonts.is og prentar falleg skilti. Hún er mikill fagurkeri og hefur einstakan áhuga á að gera upp gamla muni. Vegna fjölda fyrirspurna býður Maggý nú upp á námskeið fyrir einstaklinga, vinkonuhópa og saumaklúbba í skiltagerð og að stensla á húsgögn. Hægt er að nálgast nánari upplysingar í gegnum fonts@fonts.isEldhúsið „Ég er einnig að safna klukkum núna. Ef ég dett niður á klukku á útsölu þá kaupi ég hana. Þessar sem sjást á veggnum eru úr Rúmfatalagernum og Ilvu.“ Svarta vegginn í eldhúsinu málaði Maggý með krítarmálningu. „Mér finnst svo heimilislegt að hafa krítarvegg og gott að geta skrifað á hann það sem þarf að muna því ég er frekar gleymin.“Safnar stólum „Borðstofuborðið var gamalt en ég tók það í gegn og málaði. Stólana hef ég fengið hér og þar finnst gaman að fara í Góða hirðinn og skoða en oft finn ég skemmtilega hluti sem ég mála og pússa upp. Ég safna stólum og finnst ég aldrei eiga nóg af þeim.“Píanóið „Pabbi minn, Guðmundur Mýrdal, gaf mér þetta píanó þegar ég var lítil en ég fékk það sent frá Bandaríkjunum. Ég var látin læra á það en hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því. Hins vegar eru Sóldögg dóttir mín og Ingunn systir báðar mjög flinkar á það.“Svefnherbergið "Ég var svo heppin að finna þessar hurðir. Ég er gjörsamlega heilluð af gömlum hlutum með sál og ég var nokkra mánuði að vinna þær upp. Ég lét þær veðrast vel og pússaði þær upp því ég vildi hafa þær vel sjúskaðar. Mig langaði ekki til að sýruþvo þær því að þá tekur maður fallegu áferðina sem hefur myndast á mörgum árum.“Stólinn keypti hún á bland.isVinnuaðstaðan „Ég hef verið að gera mikið af skiltum en ég byrjaði með Fonts.is fyrir rúmum þremur árum. Ég hef alltaf verið einstaklega hrifin af fallegum orðum og fannst svo skemmtilegt að geta boðið fólki upp á skilti á íslensku. Það sem ég er að fást við þessa dagana eru fermingarkort sem verða vonandi fáanleg í flestum blómabúðum.“ Hús og heimili Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Maggý Mýrdal rekur Fonts.is og prentar falleg skilti. Hún er mikill fagurkeri og hefur einstakan áhuga á að gera upp gamla muni. Vegna fjölda fyrirspurna býður Maggý nú upp á námskeið fyrir einstaklinga, vinkonuhópa og saumaklúbba í skiltagerð og að stensla á húsgögn. Hægt er að nálgast nánari upplysingar í gegnum fonts@fonts.isEldhúsið „Ég er einnig að safna klukkum núna. Ef ég dett niður á klukku á útsölu þá kaupi ég hana. Þessar sem sjást á veggnum eru úr Rúmfatalagernum og Ilvu.“ Svarta vegginn í eldhúsinu málaði Maggý með krítarmálningu. „Mér finnst svo heimilislegt að hafa krítarvegg og gott að geta skrifað á hann það sem þarf að muna því ég er frekar gleymin.“Safnar stólum „Borðstofuborðið var gamalt en ég tók það í gegn og málaði. Stólana hef ég fengið hér og þar finnst gaman að fara í Góða hirðinn og skoða en oft finn ég skemmtilega hluti sem ég mála og pússa upp. Ég safna stólum og finnst ég aldrei eiga nóg af þeim.“Píanóið „Pabbi minn, Guðmundur Mýrdal, gaf mér þetta píanó þegar ég var lítil en ég fékk það sent frá Bandaríkjunum. Ég var látin læra á það en hafði aldrei neinn sérstakan áhuga á því. Hins vegar eru Sóldögg dóttir mín og Ingunn systir báðar mjög flinkar á það.“Svefnherbergið "Ég var svo heppin að finna þessar hurðir. Ég er gjörsamlega heilluð af gömlum hlutum með sál og ég var nokkra mánuði að vinna þær upp. Ég lét þær veðrast vel og pússaði þær upp því ég vildi hafa þær vel sjúskaðar. Mig langaði ekki til að sýruþvo þær því að þá tekur maður fallegu áferðina sem hefur myndast á mörgum árum.“Stólinn keypti hún á bland.isVinnuaðstaðan „Ég hef verið að gera mikið af skiltum en ég byrjaði með Fonts.is fyrir rúmum þremur árum. Ég hef alltaf verið einstaklega hrifin af fallegum orðum og fannst svo skemmtilegt að geta boðið fólki upp á skilti á íslensku. Það sem ég er að fást við þessa dagana eru fermingarkort sem verða vonandi fáanleg í flestum blómabúðum.“
Hús og heimili Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira