Berserkir Íslenska dansflokksins: Taka tvö Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 10:00 Berserkir: "Yfirborðskennt samansafn.“ MYND: Íslenski dansflokkurinn Dans: Berserkir Lene Boel Íslenski dansflokkurinn á stóra sviði Borgarleikhússins Það er alltaf kærkomið að fara aftur á danssýningu og sérstaklega áhugavert að mæta með gagnrýnandagleraugun nú í annað sinn. Þó þessi síðari ferð á vetrarsýningu dansflokksins, Þríleik, sé fyrst og fremst farin til að fjalla um verkið Berserki eftir Lene Boel sem ekki var hægt að dæma eftir frumsýninguna vegna meiðsla aðaldansarans þá verður ekki hjá því komist að veita verki Valgerðar Rúnarsdóttur, Farangri, nokkra athygli. Þar verður að nefna frammistöðu Snædísar Lilju Ingadóttur sem sýnir mikil tilþrif, jafnt í dansi, leikrænum tilbrigðum og ekki síst í söng og skemmtilega takta Brians Gerke. Verkin eru mjög ólík; annað bjart, hitt rökkvað; eitt upphafning á ofurtækni, hitt frásögn (brotakennd þó) borin fram af flæðandi hreyfingum og röddum dansaranna og sýna vel hversu samtímadans er fjölbreytt listform. Verkið Berserkir er áhugavert fyrir nokkrar sakir. Í því er unnið með ólíka dansstíla – breik, nútímadans og ballet – sem kryddaðir eru með akróbatík, eitthvað sem lítið hefur sést í íslenskum dansverkum undanfarið. Í verkinu er breikið, sem alla jafna er tengt við dans götunnar, sett í listrænt samhengi og ný gerð líkama verður við það sýnileg á sviðinu. Lýsingin í verkinu er sérlega vel gerð, skörp og grípandi og dansararnir fá tækifæri til að sýna líkamlega getu sína innan síns forms. Þar má fyrsta nefna Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur sem nú fer með aðalkvenhlutverk verksins. Hún var greinilega rétta manneskjan í hlutverkið og lýsti af öryggi, krafti, nákvæmni og snerpu. Í dansi Brians Gerke, ekki síst í sólóinu, mátti merkja áreynsluleysi og dansgleði sem skilaði sér vel til áhorfenda. Hér sýndi Brian á sér aðra hlið en í Farangri þar sem kómíkin er í fyrirrúmi. Aðrir dansara stóðu sig líka ágætlega en þurftu sterkari danssköpun til að styðjast við og gefa líkamlegri færni þeirra tilgang. Aðeins bestu og reyndustu dansararnir gátu hafið sig yfir veikleika verksins og látið ljós sitt skína. Leifur Eiríksson breikaði til dæmis flott og akróbatískar brellur Nicholas Fishleigh voru „vá“ en það sem þeir sýndu vantaði samhengi. Berserkir bjó yfir áhugaverðum hugmyndum og skemmtilegum köflum en skorti dýpt og heildrænan svip. Þrátt fyrir fyrirheit í leikskrá um áhrifamikla sýningu þar sem fram komi hugtök eins og „villtir sem úlfar“, „ljúfir sem lömb“, „magnþrungin blanda“ dansstíla og „húmorískir leikar stríðs og ástar“ varð hún frekar yfirborðskennt samansafn ágætis atriða.Niðurstaða:Þrátt fyrir áhugaverðar hugmyndir og góða kafla náði dansverkið Berserkir sér ekki úr því að vera yfirborðskennt samansafn ágætis atriða. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Dans: Berserkir Lene Boel Íslenski dansflokkurinn á stóra sviði Borgarleikhússins Það er alltaf kærkomið að fara aftur á danssýningu og sérstaklega áhugavert að mæta með gagnrýnandagleraugun nú í annað sinn. Þó þessi síðari ferð á vetrarsýningu dansflokksins, Þríleik, sé fyrst og fremst farin til að fjalla um verkið Berserki eftir Lene Boel sem ekki var hægt að dæma eftir frumsýninguna vegna meiðsla aðaldansarans þá verður ekki hjá því komist að veita verki Valgerðar Rúnarsdóttur, Farangri, nokkra athygli. Þar verður að nefna frammistöðu Snædísar Lilju Ingadóttur sem sýnir mikil tilþrif, jafnt í dansi, leikrænum tilbrigðum og ekki síst í söng og skemmtilega takta Brians Gerke. Verkin eru mjög ólík; annað bjart, hitt rökkvað; eitt upphafning á ofurtækni, hitt frásögn (brotakennd þó) borin fram af flæðandi hreyfingum og röddum dansaranna og sýna vel hversu samtímadans er fjölbreytt listform. Verkið Berserkir er áhugavert fyrir nokkrar sakir. Í því er unnið með ólíka dansstíla – breik, nútímadans og ballet – sem kryddaðir eru með akróbatík, eitthvað sem lítið hefur sést í íslenskum dansverkum undanfarið. Í verkinu er breikið, sem alla jafna er tengt við dans götunnar, sett í listrænt samhengi og ný gerð líkama verður við það sýnileg á sviðinu. Lýsingin í verkinu er sérlega vel gerð, skörp og grípandi og dansararnir fá tækifæri til að sýna líkamlega getu sína innan síns forms. Þar má fyrsta nefna Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur sem nú fer með aðalkvenhlutverk verksins. Hún var greinilega rétta manneskjan í hlutverkið og lýsti af öryggi, krafti, nákvæmni og snerpu. Í dansi Brians Gerke, ekki síst í sólóinu, mátti merkja áreynsluleysi og dansgleði sem skilaði sér vel til áhorfenda. Hér sýndi Brian á sér aðra hlið en í Farangri þar sem kómíkin er í fyrirrúmi. Aðrir dansara stóðu sig líka ágætlega en þurftu sterkari danssköpun til að styðjast við og gefa líkamlegri færni þeirra tilgang. Aðeins bestu og reyndustu dansararnir gátu hafið sig yfir veikleika verksins og látið ljós sitt skína. Leifur Eiríksson breikaði til dæmis flott og akróbatískar brellur Nicholas Fishleigh voru „vá“ en það sem þeir sýndu vantaði samhengi. Berserkir bjó yfir áhugaverðum hugmyndum og skemmtilegum köflum en skorti dýpt og heildrænan svip. Þrátt fyrir fyrirheit í leikskrá um áhrifamikla sýningu þar sem fram komi hugtök eins og „villtir sem úlfar“, „ljúfir sem lömb“, „magnþrungin blanda“ dansstíla og „húmorískir leikar stríðs og ástar“ varð hún frekar yfirborðskennt samansafn ágætis atriða.Niðurstaða:Þrátt fyrir áhugaverðar hugmyndir og góða kafla náði dansverkið Berserkir sér ekki úr því að vera yfirborðskennt samansafn ágætis atriða.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira