Tónlistarmenn heimsóttir Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 2. mars 2014 15:00 Addi Intro Beats og Guðni Impulze stjórna þættinum Á bak við borðin. Jóhann K. Jóhannsson Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar. Hljóðheimar Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Tónlistarmennirnir Addi Intro Beats og Guðni Impulze eða Ársæll Þór Ingvason og Guðni Einarsson sjá um þáttinn Á bak við borðin sem sýndur er á Vísi og Popp Tíví. Í þáttunum heimsækja þeir bæði þekkta og óþekkta tónlistarmenn í stúdíóin þeirra, grennslast fyrir um vinnuferli þeirra og hvernig þeir búa til músík. „Hugmyndin á bak við þættina er sú að sýna fram á að það getur hver sem er búið til tónlist, það þarf ekki að vera eitthvert stórt nafn eða að eiga bestu græjurnar til að geta gert eitthvað. Ef fólk er með góða hugmynd, kemst í fartölvu og getur hlaðið niður tónlistarforritum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að það geti búið til flotta tónlist,“ segir Addi Intro Beats. Hann segir þáttinn vera fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist og græjum. „Þættirnir eru mjög fjölbreyttir, við erum að fjalla um allt frá byrjendum í tónlist til Gusgus. Fólkið sem er í þáttunum er ekkert endilega fólk sem allir kannast við eða hefur mikið verið fjallað um. Það er þekkt í ákveðnum senum og þeir sem eru tengdir inn í senurnar vita hvert það er. Við erum að reyna að sýna fólk sem hefur fengið minni athygli en á hana skilið samt sem áður.“ Adda Intro Beats finnst vanta meiri umræður um tónlistarfólk hér heima. „Það er alltaf verið að tala um sömu tónlistarmennina og sömu böndin ár eftir ár. Það er alltaf sama fólkið sem fær styrki og umfjöllun en það er til fullt af fólki sem er að gera góða hluti en fær ekki umfjöllun af því að færri tengja við það. Hugmyndin að þáttunum sprettur út frá því að ég var að skoða myndbönd á netinu af listamönnum sem ég lít upp til. Mér finnst mjög áhugavert að sjá inn í stúdíóin þeirra og fylgjast með þeim í raunveruleikanum en ekki bara í hefðbundnum viðtölum. Ég reyni að ná viðmælendum Á bak við borðin á persónulegu nóturnar.“ Þættirnir eru gerðir í samstarfi við stúdíóið Hljóðheima sem Guðni Impulze rekur. „Hljóðheimar eru með ýmiss konar námskeið þar sem kennt er að semja tónlist. Þessi námskeið eru góð fyrir þá sem vilja bæta við tónlistina sína eða læra eitthvað um tónlist án þess að fara í langt og dýrt nám.“Þættina má nálgast á Vísir Sjónvarp undir flokknum Hljóðheimar.
Hljóðheimar Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira