Dansarar geta samið tónlist með hreyfingu Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. mars 2014 10:30 Calamus Automata getur samið tónlist eftir ýmsum leiðum. MYND/Úr einkasafni „Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera að þróa þetta síðan 1988 þegar ég var í doktorsnámi í Finnlandi,“ segir Kjartan Ólafsson, maðurinn á bak við Calmus Automata, gervigreindarforrit sem semur tónlist í rauntíma. „Forritið getur samið tónlist fyrir hefðbundin og stafræn hljóðfæri,“ útskýrir Kjartan, og bætir við að nú sé hægt að stýra forritinu í gegnum símakerfi, með snjallsímum, og að hann sé að vinna að útfærslu þar sem hægt sé að tengja inn sýndarveruleika, þar með talda tölvuleiki. Þannig geti persónur og umhverfi leiksins haft áhrif á tónlistina í tölvuleikjum. „Persónur í tölvuleik geta til að mynda stýrt og stjórnað tónlistinni og hvernig hún er samin í rauntíma.“ Kjartan er einnig að vinna að útfærslu sem tengir dansara við forritið og í dag verður sýnt stutt sýnishorn á Háskóladeginum í Háskólanum í Reykjavík, en Jón Hallur Haraldsson, nemi í kerfisfræði við skólann, vinnur að þýðingu forritsins inn í sýndarveruleika. „Dansarinn semur tónlistina. Ekki með því að stýra hljóðskrám, heldur fer í gang ferli þar sem hann getur haft áhrif með ákveðnum hreyfingum. Og þannig semur dansarinn tónlist með hreyfingum sínum.“ Dansari á Háskóladeginum verður Védís Kjartansdóttir, sem þá „semur“ tónlistina um leið og hún dansar. Fjölmargar tónsmíðar hafa nú þegar verið samdar með hjálp forritsins, meðal annars víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár, en forritið er sem fyrr segir enn í þróun og er hluti af stærra rannsóknarverkefni Kjartans Ólafssonar, prófessors og fagstjóra í tónsmíðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira