Getum ekki horft í úrslitin á þessu móti Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2014 08:00 Freyr Alexandersson stýrir Íslandi á Algarve-mótinu í fyrsta sinn. Mynd/KSÍ-Hilmar Þór Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur leik á Algarve-mótinu í dag þegar liðið mætir áttföldum Evrópumeisturum Þýskalands klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Það er skammt stórra högga á milli á Algarve-mótinu því Ísland mætir Noregi, silfurliði síðasta Evrópumóts, á föstudaginn og sterku liði Kína á mánudaginn. Síðan verður leikið um sæti eftir slétta viku. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur undirbúið leikmennina sem spila hér heima á æfingum undanfarið en stuttur tími gafst til að stilla saman strengina á Algarve í gær. „Við komum hingað, þjálfarar og leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leikmennirnir voru að koma upp úr miðnætti en nokkrir leikmenn voru komnir fyrr um daginn. Ferðalagið gekk annars vel og fór allt eins og upp var lagt,“ sagði Freyr við Fréttablaðið í gærkvöldi en eðlilega var nokkur þreyta í stelpunum á æfingu í gær. „Ég fann meira fyrir því á seinni æfingunni. Það var fín æfing um morguninn en svo líður á daginn og þreytan fer að segja til sín. Fyrri æfingin var líka þyngri. Á þeirri síðari fórum við meira yfir föst leikatriði og svona,“ sagði Freyr. Eðlilega er þetta ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir hvaða leik sem er, hvað þá þegar mótherjinn er ríkjandi Evrópumeistari og eitt allra besta landslið heims. „Þetta hjálpar náttúrlega ekki neitt en við höfum ekkert val. Við verðum bara að horfa á jákvætt á þetta. Þýskaland kom reyndar líka seint til Algarve en vissulega í beinu flugi. En allar aðstæður hér eru framúrskarandi þannig við nýtum bara tímann vel og reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn.“Stelpurnar skokka á æfingu í gær.Mynd/KSÍEkkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum Freyr setur mótið upp eins og fjögur verkefni þar sem ýmsar útfærslur af því sem liðið hefur æft saman og í sitthvoru lagi verða prófaðar. Í dag verður byrjað á varnarleiknum. „Hver leikur hefur sitt líf enda andstæðingarnir mismunandi. Við leggjum upp með varnarleik gegn Þýskalandi og prófum þar útfærslu á lápressu sem við munum reyna koma til skila. Eftir það er einn hvíldardagur og svo leikur gegn Noregi. Við þurfum því að rúlla á liðinu enda er ekkert eðlilegt að spila tvo leiki á þremur dögum. Á móti Kína verðum við sína með útfærslu á sóknarleik fyrir komandi verkefni í undankeppni HM gegn Möltu og Ísrael,“ segir Freyr. Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að nota mótið til að stilla saman strengi hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í gangi og margir óreyndir leikmenn í hópnum. Þar vantar marga máttarstólpa sem eru annaðhvort hættir eða frá vegna meiðsla. „Ég tilkynnti leikmönnunum það að við munum rúlla á hópnum og leikmenn sem eru vanir að fá marga leiki á þessu móti fá færri leiki en áður. Ungir leikmenn sem eru með minni reynslu fá stór hlutverk á mótinu og vonandi sjáum við þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er eitthvað sem við munum taka alvarlega,“ segir Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir reynir að ná boltanum af Katrínu Ómarsdóttur.Mynd/KSÍFrábær vettvangur til að gera liðið betra Það er einmitt vegna alls þessa sem landsliðsþjálfarinn getur ekki leyft sér að horfa í úrslit á mótinu. Íslenska liðið kemur til Algarve núna undir allt öðrum formerkjum en í fyrra þegar vel samstillt lið var að undirbúa sig fyrir EM. „Við getum ekki horft á úrslitin. Auðvitað viljum við ná góðum úrslitum en við verðum að gefa þessum yngri leikönnum tækifæri til að þroskast og hjálpa þeim við það. Í fyrra var liðið á Algarve að undirbúa sig fyrir stórmót. Það er bara allt annað í gangi núna. Nú erum við að reyna að gera liðið betra til framtíðar og þetta er frábær vettvangur til þess,“ segir Freyr. Freyr ætlar ekki bara að henda óreyndari stúlkum út í djúpu laugina heldur setjast niður með þeim flestum eins og hann gerði með Söru Björk Gunnarsdóttur, einni reyndustu konu liðsins, í gær. Hún er að spila á sínu sjöunda Algarve-móti. „Ég er einmitt að fara að setjast niður með Söru Björk og fá hennar upplifun á því þegar ég sagði hópnum frá því að fleiri leikmenn fái tækifæri á mótinu. Ég mun leggja mig fram um að undirbúa þá leikmenn sem hafa minni reynslu og reyna að ná þeim öllum á eintal,“ segir Freyr en fáum við að sjá miklar breytingar á leikstöðum hjá stelpunum? „Hallbera mun spila svolítið á kantinum – allavega á morgun [í dag]. Það er alveg klárt. Hún hefur reyndar gert það áður. Dagný og Sara munu skipta aðeins um hlutverk á miðjunni í leikjum og Katrín Ómarsdóttir mun spila svolítið úti á kanti sem hún hefur ekki gert áður. En það verður reyndar ekki gegn Þýskalandi. Það er svona ýmislegt sem við erum að prófa,“ segir Freyr Alexandersson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30 Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45 Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43 Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sjá meira
Sara Björk: Alltaf krefjandi að spila á móti Þýskalandi Sara Björk Gunnarsdóttir er mætt til Algarve í sjöunda sinn en Ísland mætir Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik á morgun. 4. mars 2014 22:30
Stelpurnar æfa í Algarve | Myndir Kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu í fótbolta á morgun. 4. mars 2014 17:45
Freyr: Verða leikmenn sem fá nýtt og stærra hlutverk Landsliðsþjálfari kvenna undirbýr liðið fyrir stórleikinn gegn Þýskalandi á morgun. 4. mars 2014 15:43
Katrín: Yngri leikmenn liðsins vantar reynslu Íslenska kvennalandsliðið mætir Evrópumeisturum Þýskaland á Algarve-mótinu á morgun. 4. mars 2014 20:30