Lífið

„Þóra and Hugrún, where are you?“

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þóra bauð Geoffrey í fjölskylduboð þar sem þessi mynd var tekin.
Þóra bauð Geoffrey í fjölskylduboð þar sem þessi mynd var tekin. MYND/ÚR EINKASAFNI
Einn kokkteillinn á kokkteilalista Slippbarsins á Food and Fun um helgina bar heitið „Þóra and Hugrún, where are you?“ Kokkurinn Geoffrey Canilao, sem er Bandaríkjamaður búsettur í Danmörku, notaði þessa aðferð til að hafa upp á íslenskum fornvinkonum sínum með góðum árangri.

„Vinkonur mínar sáu kokkteilinn og sögðu þjóninum að þær þekktu vinkonur sem hétu þetta. Þær fengu nafnið hjá kokkinum og Facebook-slóðina hans og lofuðu að skila því til mín,“ segir Þóra Þorsteinsdóttir, önnur stúlknanna sem Geoffrey leitaði að.

„Þegar ég heyrði af þessu sendi ég honum strax skilaboð og bauð honum í bollukaffi daginn eftir,“ segir Þóra.

„Ég og Hugrún vinkona mín kynntumst honum þegar við vorum á frönskunámskeiði í París árið 1998 og bjuggum með honum á hálfgerðu stúdentaheimili. Við vorum ekki nema tvítug og það er langt um liðið, en þetta var eftirminnilegur tími. Það var æðislegt að hitta hann aftur. Hann er svolítið ævintýragjarn, sem sést á þessu litla leikriti sem hann setti upp til að hafa upp á okkur. Því miður er Hugrún í Bandaríkjunum núna, en öll fjölskyldan mín tók á móti honum. Hann var alveg í skýjunum yfir því að þetta virkaði,“ segir Þóra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.