Halldór Orri: Mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af Henke Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2014 07:00 Halldór Orri spilar undir stjórn Henriks Larsson í sumar. Vísir/Valli „Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Sjá meira
„Nú þarf maður að fara rifja upp sænskuna,“ segir glaðbeittur Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið en Garðabæjarliðið tilkynnti í gær um brotthvarf þessa frábæra sóknarmanns frá uppeldisfélaginu. Halldór Orri samdi við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenberg FF sem kemur frá samnefndum bæ við suðvesturströnd Svíþjóðar. „Þetta bar brátt að,“ segir Halldór Orri um aðdragandann að eins árs samningi sínum við sænska liðið. „Þetta kom upp á miðvikudaginn í síðustu viku og kláraðist um helgina. Stjarnan og Falkenberg komust að samkomulagi um félagaskipti mín. Liðið vantaði leikmann eins og mig þannig að þetta er spennandi kostur.“ Falkenberg spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili í fyrsta skipti í 59 ára sögu félagsins. Það ætlar sér ekki niður og hefur ráðið sjálfan Henrik Larsson sem þjálfara. „Það er mjög heillandi að reyna að læra eitthvað af honum. Hann er náttúrulega frábær leikmaður sem spilaði með sumum af bestu liðum Evrópu,“ segir Halldór sem kveður þó Stjörnuna með söknuð í hjarta. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Stjarnan er að spila í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögunni og hópurinn lítur vel út. Það var erfitt að fara frá þessu spennandi sumri. En ég er bara búinn að bíða eftir þessu lengi og þetta er tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir hann. Halldór Orri þarf að ganga frá lausum endum í vikunni áður en hann fer út um helgina. Sænska úrvalsdeildin hefst svo 30. mars. Hann er þó afar spenntur fyrir nýju ævintýri. „Kærastan flytur út í vor. Svo er bærinn rétt hjá Halmstad þar sem Guðjón Baldvinsson spilar og ég þekki hann vel. Þetta verður bara gaman og skemmtilegt að fá að reyna sig í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Halldór Orri Björnsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti