Menning

Einstakir kjólar Aðalbjargar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Fínleg mynstrin njóta sín vel í fisléttri ullinni.
Fínleg mynstrin njóta sín vel í fisléttri ullinni. Fréttablaðið/Pjetur
Þjóðminjasafnið opnar í dag sýningu á einstökum kjólum sem Aðalbjörg Jónsdóttir prjónaði fyrir nokkrum áratugum. Þeir eru allir úr eingirni.

Á sýningunni eru líka kjólar sem Héléne Magnússon textílhönnuður hefur prjónað eftir kjólum Aðalbjargar úr annars konar efniviði, meðal annars silkiblandaðri japanskri ull og lambsull sem unnin er í Frakklandi.

Hönnuðirnir Hélén og Aðalbjörg ná vel saman.Fréttablaðið/Valli
„Þó aðferð og mynstur sé það sama og í kjólum Aðalbjargar þá er áferðin allt önnur,“ segir Héléne um sína kjóla og segir ekki lengur hægt að fá eingirni hér á landi, eða annað sambærilegt ullarband.

Sýningin er við hlið kaffihússins á jarðhæð Þjóðminjasafnsins.

Þær Aðalbjörg sem nú er 97 ára og Héléne verða báðar viðstaddar þegar hún verður opnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×