Freyr: Líka búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 07:30 Freyr Alexandersson fagnar góðum úrslitum ásamt Hallberu Gíslasdóttur. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er frábær árangur og svo erum við búin að vinna svo marga litla sigra á leiðinni sem eru ekki síður mikilvægir,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Hann stýrði stelpunum okkar til sigurs gegn Svíþjóð í leiknum um þriðja sæti á Algarve-mótinu í gær og vann því til bronsverðlauna í sinni fyrstu ferð á þetta sterka mót sem þjálfari. „Það sem ég tek fyrst og fremst með okkur út úr þessu móti er að við náðum tökum á leikfræðilegum atriðum eins og hápressunni sem er búin að skila okkur gríðarlega miklu. Við náðum einnig tökum á sóknarleiknum og héldum boltanum betur. Þá lesum við veikleika andstæðinga okkar betur og nýtum okkur þá, sem ég er mjög ánægður með. Svo er alltaf í þessu liði þessi íslenska geðveiki og samkennd sem er svo gaman að vera hluti af,“ segir Freyr. Hann fór inn í mótið með mjög markvissar hugmynd um hvað hann vildi gera. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fyrsta leik sagðist hann líta á riðlakeppnina sem þrjú verkefni. Eins ætlaði hann að gefa fleiri leikmönnum tækifæri sem hann og gerði. „Í fljótu bragði held ég að allt sem við lögðum upp með hafi heppnast. Öll þau markmið sem við settum okkur gengu eftir og svo bættum við ofan á það. Þessi árangur sem við náum er ekki það sem við einbeittum okkur að. Hann er bara risabónus,“ segir Freyr sem hóf ferilinn sem landsliðsþjálfari með vondu tapi gegn Sviss eftir að vera með liðið í stuttan tíma. „Sviss-leikinn upplifði ég sem erfitt verkefni, ég get alveg viðurkennt það. Það var búið að vera langt ár hjá stelpunum og í raun alveg ómarktækt enda mikið gengið á. Við þjálfarateymið vitum alveg hvert við ætlum með hópinn og trúum að það sem við erum að gera sé rétt.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira