Deila öllu í fataskápunum sínum Marín Manda skrifar 17. mars 2014 17:30 Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir Myndir/Hildur María Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn og eru einstakar vinkonur. „Við deilum náttúrulega fataskápunum okkar alveg. Það er þess vegna oft heppilegt að við búum hlið við hlið. Þá er hægt að kasta út um gluggann ef einhver þarf nauðsynlega eitthvað ákveðið,“ segja þær stöllur í kór. Það vill oft verða svo að við hittumst óvænt og erum óvart í stíl, það gerist reyndar svolítið oft, enda erum við alltaf í sama orkusviði. Reyndar er Anna Sóley rosalega léleg að klæða sig eftir veðri svo oft er hún kannski ekki alveg í réttum gír. Hún er oft í sokkabuxum og sokkum á sumrin þegar Eva er löngu búin að átta sig á að það er 30 stiga hiti úti. Við erum svo auk þess miklar þemadrottningar og erum oft með ákveðinn innblástur í gangi þegar við erum að klæða okkur. Ef við erum að fara eitthvert saman þá erum við alltaf með einhvers konar þema í gangi.Skósafnið okkar eftir Evu fer ört stækkandi. Þeir eru sannarlega hluti af sögunni og munu alltaf taka mikið pláss í skóskápunum okkar. Enda finnast ekki fallegri og þægilegri skór.Ferðasettið okkar. 100% sustainable dönsk hönnun úr bambus. Þetta dásamlega sett frá danska lífræna merkinu Underprotection hefur ferðast víða því það er auðvitað mikilvægt að vera bæði smart og þægilega klædd þegar þú ferðast. Þess vegna hefur þessi lífræni bambus orðið fyrir valinu þegar við erum á ferðalagi.Við erum náttúrulega eþnískar Afríkudrottningar í hjartanu og elskum að setja á okkur stóra túrbana og ætlum að eyða mest öllu sumrinu í lausum silkikjólum. Þessa afró-mömmukjóla tók Eva með sér frá Bandaríkjunum.Kimono úr Ampersand og Minimarket-skórnir. Sænska merkið Minimarket er einnig í miklu uppáhaldi hjá okkur og þá sérstaklega þessir himinháu pumps sem við eigum í fleiri týpum og jafnvel tvenna af hverjum. Þessi heiðblái kimono er líka bara svo flottur. Bæði yfir kjóla og svo líka bara við gallabuxur og bol.Date-outfitt-ið. Nude-kjóll við rokkstjörnujakka. Kjóllinn er frá sænska hönnuðinum Ann Sofie Back. Hálsmenið er keypt í Beacons Closet í Williamsberg, Brooklyn. Við höfum báðar farið í þetta þegar við ætlum virkilega að töfra og sjarma vegna þess að leðurjakkinn gefur kjólnum töffaratvist. Jakkinn fannst í yndislegri vintage-búð á LES í NYC fyrir 14 dollara.Prinsessukjólarnir. Andersen & Lauth-kjólarnir eru náttúrulega bara svo dásamlegir. Það er kannski ekki alltaf tækifæri fyrir perlupallíettuæði en þegar tækifærið gefst þá eru þeir fullkomnir. Eva notaði til dæmis annan þeirra við þann stórmerka atburð þegar frumburðurinn var skírður. Annan kjólinn fékk Anna Sóley í afmælisgjöf þegar hún vann fyrir Andersen & Lauth og hinn var bara ómissandi.Ponsjó úr íslenskri ull Mamma hennar Evu prjónaði þetta ævintýralega ponsjó. Við mátuðum það og leið strax eins og við værum komnar inn í mitt ævintýri. Það er einhver svona nútíma Rauðhettu/Þyrnirósarfílingur í því.Wackerhaus-deilikápan frá Ampersand. Wackerhaus-ullarkápan bíður svo eftir því að eignast laxableika systur með vorlínunni þeirra sem að er að detta inn um dyrnar hjá okkur. Þetta er bara kápa sem maður verður að eiga í fleiri litum og síddum. Hún hefur verið notuð nánast daglega af annarri hvorri okkar síðan hún komst í okkar hendur. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Eva Dögg Rúnarsdóttir og Anna Sóley Viðarsdóttir reka verslunina Ampersand í Kaupmannahöfn og eru einstakar vinkonur. „Við deilum náttúrulega fataskápunum okkar alveg. Það er þess vegna oft heppilegt að við búum hlið við hlið. Þá er hægt að kasta út um gluggann ef einhver þarf nauðsynlega eitthvað ákveðið,“ segja þær stöllur í kór. Það vill oft verða svo að við hittumst óvænt og erum óvart í stíl, það gerist reyndar svolítið oft, enda erum við alltaf í sama orkusviði. Reyndar er Anna Sóley rosalega léleg að klæða sig eftir veðri svo oft er hún kannski ekki alveg í réttum gír. Hún er oft í sokkabuxum og sokkum á sumrin þegar Eva er löngu búin að átta sig á að það er 30 stiga hiti úti. Við erum svo auk þess miklar þemadrottningar og erum oft með ákveðinn innblástur í gangi þegar við erum að klæða okkur. Ef við erum að fara eitthvert saman þá erum við alltaf með einhvers konar þema í gangi.Skósafnið okkar eftir Evu fer ört stækkandi. Þeir eru sannarlega hluti af sögunni og munu alltaf taka mikið pláss í skóskápunum okkar. Enda finnast ekki fallegri og þægilegri skór.Ferðasettið okkar. 100% sustainable dönsk hönnun úr bambus. Þetta dásamlega sett frá danska lífræna merkinu Underprotection hefur ferðast víða því það er auðvitað mikilvægt að vera bæði smart og þægilega klædd þegar þú ferðast. Þess vegna hefur þessi lífræni bambus orðið fyrir valinu þegar við erum á ferðalagi.Við erum náttúrulega eþnískar Afríkudrottningar í hjartanu og elskum að setja á okkur stóra túrbana og ætlum að eyða mest öllu sumrinu í lausum silkikjólum. Þessa afró-mömmukjóla tók Eva með sér frá Bandaríkjunum.Kimono úr Ampersand og Minimarket-skórnir. Sænska merkið Minimarket er einnig í miklu uppáhaldi hjá okkur og þá sérstaklega þessir himinháu pumps sem við eigum í fleiri týpum og jafnvel tvenna af hverjum. Þessi heiðblái kimono er líka bara svo flottur. Bæði yfir kjóla og svo líka bara við gallabuxur og bol.Date-outfitt-ið. Nude-kjóll við rokkstjörnujakka. Kjóllinn er frá sænska hönnuðinum Ann Sofie Back. Hálsmenið er keypt í Beacons Closet í Williamsberg, Brooklyn. Við höfum báðar farið í þetta þegar við ætlum virkilega að töfra og sjarma vegna þess að leðurjakkinn gefur kjólnum töffaratvist. Jakkinn fannst í yndislegri vintage-búð á LES í NYC fyrir 14 dollara.Prinsessukjólarnir. Andersen & Lauth-kjólarnir eru náttúrulega bara svo dásamlegir. Það er kannski ekki alltaf tækifæri fyrir perlupallíettuæði en þegar tækifærið gefst þá eru þeir fullkomnir. Eva notaði til dæmis annan þeirra við þann stórmerka atburð þegar frumburðurinn var skírður. Annan kjólinn fékk Anna Sóley í afmælisgjöf þegar hún vann fyrir Andersen & Lauth og hinn var bara ómissandi.Ponsjó úr íslenskri ull Mamma hennar Evu prjónaði þetta ævintýralega ponsjó. Við mátuðum það og leið strax eins og við værum komnar inn í mitt ævintýri. Það er einhver svona nútíma Rauðhettu/Þyrnirósarfílingur í því.Wackerhaus-deilikápan frá Ampersand. Wackerhaus-ullarkápan bíður svo eftir því að eignast laxableika systur með vorlínunni þeirra sem að er að detta inn um dyrnar hjá okkur. Þetta er bara kápa sem maður verður að eiga í fleiri litum og síddum. Hún hefur verið notuð nánast daglega af annarri hvorri okkar síðan hún komst í okkar hendur.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira