Pervertismi fyrir pappír 25. mars 2014 07:30 Útskriftarnemar úr grafískri hönnun Vísir/Daníel Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira