Stútfull af staðalímyndum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk. Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Antboy Barnakvikmyndahátíðin Bíói Paradís Leikstjóri Ask Hasselbalch Danska verðlaunamyndin Antboy er sýnd á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Bíói Paradís sem stendur til 30. mars. Ég fylgdist jafnt með krökkum og myndinni þar sem ungviðið er náttúrulega bestu gagnrýnendur á mynd sem ætluð er þeim. Börnin virtust skemmta sér vel – supu hveljur þegar við átti, hrukku við, hlógu og fundu til með aðalpersónunni, ungum dreng sem er veggjalús þangað til hann öðlast ofurhetjukrafta. Þessi mynd hélt mér líka þótt þessi saga hafi svo sem verið sögð oft áður. Hefði alveg eins getað heitið Köngulóarmaðurinn – yngri árin. Hún er vel gerð og standa ungu leikararnir sig frábærlega. Ég vil hins vegar setja út á eitt frekar stórt atriði. Mér fannst myndin helst til full af staðalímyndum. Litli strákurinn með rauða hárið sem enginn nennir að hanga með. Fallega stelpan með síða, ljósa hárið sem hann er ástfanginn af en hún lítur ekki við honum. Vinur hans, nördinn með gleraugu, sem er líka útundan. Og að sjálfsögðu er illmennið feitur, ljótur karlmaður og að lokum er það svo að fallega stúlkan er bjargarlaus og þarf litli strákurinn að bjarga henni. Ég hefði verið svo fegin ef þessar staðalímyndir hefðu verið rifnar í tætlur í þessari mynd sem miðuð er að framtíð þjóðarinnar. Þá hefði hún fengið fullt hús í mínum bókum.Niðurstaða: Krakkarnir skemmtu sér konunglega en fullmikið er af staðalímyndum fyrir minn smekk.
Gagnrýni Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira