Fyrsti íslenski sirkusbjörninn til sýnis Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 09:00 Björninn kemur úr sóttkví í dag og því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir landsmönnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá klukkan 16 til 17. Vísir/Daníel „Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Hann kemur hingað frá Noregi, búinn að vera þar að gigga í nokkur ár, svo eftir sumarið fer hann aftur heim,“ segir Margrét Erla Maack í Sirkus Íslands. Sirkusinn mun ferðast um landið í sumar og með í för verður sirkusbjörn, sem getur húlað og hjólað. Í dag verður ókeypis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn milli klukkan 16 og 17 fyrir alla þá sem mæta með bangsana sína og geta gestir barið sirkusbjörninn augum. „Hann getur líka ýmislegt fleira en við þurfum að sjá til hversu vel hann treystir okkur, og hvern hann velur til að verða vin sinn. Ég vona að það verði ég, en ætli það verði ekki Daníel (Hauksson, sirkuslistamaður) sem hann velur,“ bætir Margrét Erla við. Þjálfari og eigandi bjarndýrsins kemur með og kynnir hann fyrir sirkusmeðlimum. Björninn kemur úr sóttkví í dag, þriðjudag, og þar til ferðalagið hefst í júní verður hann í Húsdýragarðinum. „Við erum í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með björninn okkar. Það hentar okkur mjög vel, við æfum þarna í næsta nágrenni,“ segir Margrét.Tómas Óskar Guðjónsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er spenntur fyrir verkefninu. „Við höfum verið að víkka aðeins sjóndeildarhringinn með til dæmis eðlum og einum snák. Þetta er stórt verkefni og er ágætis æfing fyrir þennan ísbjörn sem var lofað fyrir nokkrum árum. Sirkusbjörn er þó mun gæfara og viðráðanlegra dýr en ísbjörn, enda taminn.“ „Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu, en við vildum ekkert segja fyrr en það væri alveg hundrað prósent á tæru að björninn væri unninn,“ segir Lee Nelson sirkusstjóri. „Bæði hefði ýmislegt getað komið fyrir á ferðalaginu til landsins og síðan var mikill reglugerðartangó við Matís.“ TVG Zimsen flutti björninn til landsins og líka sirkustjaldið sem verður nýtt á ferðalaginu í sumar. „Þetta er án efa eitt óvenjulegasta og skemmtilegasta verkefni sem TVG-Zimsen hefur tekið þátt í. TVG-Zimsen mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og flutning á búnaði og birni fyrir sirkusinn,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.En fær björninn íslenskt nafn? „Hann heitir Bamse, en ætli við köllum hann ekki bara Bangsa,“ segir Margrét. Bangsi er mikil félagsvera og er búinn að vera einmana í sóttkvínni að sögn hennar. Því vill Sirkus Íslands kynna hann fyrir ungum sem öldnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.
Tengdar fréttir „Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Ég er að tryllast úr spenningi“ Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins. 20. mars 2014 12:30