Stórslys á tískupöllunum Lilja Katrín Gunnarsdóttir. skrifar 7. apríl 2014 09:00 Vísir/Getty Tískusýning kínverska fatahönnuðarins Seccry Hu Sheguang á tískuvikunni í Kína fyrir stuttu vakti mikla athygli. Það voru þó ekki fötin sem voru í aðalhlutverki heldur fyrirsæturnar, sem áttu í mestu erfiðleikum með að ganga á himinháu hælunum sem Seccry lét þær ganga í. Hver fyrirsætan á fætur annarri hrasaði og datt á tískupallinum en hælarnir voru á bilinu sautján til tuttugu sentimetra háir. Þó að stolt fyrirsætanna sé eflaust sært geta þær státað sig af því að vera nú komnar í hóp með heimsfrægum fyrirsætum á borð við Naomi Campbell, Agyness Deyn og Jessica Stam sem allar hafa dottið á pöllunum.Þessi múndering kom fyrirsætunni greinilega úr jafnvægi.Vísir/GettyHælarnir fóru með þessa.Það tíðkast ekki að fyrirsætur hjálpi samstarfsfólki sínu á pöllunum því sýningin verður jú að halda áfram.Þessi endaði á gólfinu. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tískusýning kínverska fatahönnuðarins Seccry Hu Sheguang á tískuvikunni í Kína fyrir stuttu vakti mikla athygli. Það voru þó ekki fötin sem voru í aðalhlutverki heldur fyrirsæturnar, sem áttu í mestu erfiðleikum með að ganga á himinháu hælunum sem Seccry lét þær ganga í. Hver fyrirsætan á fætur annarri hrasaði og datt á tískupallinum en hælarnir voru á bilinu sautján til tuttugu sentimetra háir. Þó að stolt fyrirsætanna sé eflaust sært geta þær státað sig af því að vera nú komnar í hóp með heimsfrægum fyrirsætum á borð við Naomi Campbell, Agyness Deyn og Jessica Stam sem allar hafa dottið á pöllunum.Þessi múndering kom fyrirsætunni greinilega úr jafnvægi.Vísir/GettyHælarnir fóru með þessa.Það tíðkast ekki að fyrirsætur hjálpi samstarfsfólki sínu á pöllunum því sýningin verður jú að halda áfram.Þessi endaði á gólfinu.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög