Lífið

Got Talent í heimsmetabók Guinness

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ísland og Brasilía eru nýjustu löndin til að framleiða Got Talent.
Ísland og Brasilía eru nýjustu löndin til að framleiða Got Talent. Vísir/Andri Marinó
Format-þátturinn Got Talent er kominn í heimsmetabók Guinness sem vinsælasti format-þáttur allra tíma. Format-þáttur þýðir í raun að Got Talent er þáttur sem fylgir vissri uppskrift sem hægt er að staðfæra í hvaða landi sem er.

Þátturinn fór fyrst í loftið í Bretlandi undir nafninu Britain‘s Got talent. Síðan þá hafa 58 lönd gert sína útgáfu af þáttunum, meðal annars Ísland, en sjónvarpsþátturinn Ísland Got Talent hefur átt góðu gengi að fagna síðustu vikur á Stöð 2.

Tónlistar- og raunveruleikasjónvarpsmógúllinn Simon Cowell á heiðurinn að formati Got Talent en þátturinn skákaði þættinum Strictly Come Dancing sem var hingað til talinn vinsælasti format-þáttur heims af heimsmetabók Guinnes.


Tengdar fréttir

Keppendur skelltu sér í bíó

Mikil stemning var í hópnum og allir ánægðir með myndina One Chance enda ekki annað hægt því myndin er frábær.

Píanó- og danssnillingar komust í úrslit

Dansparið Margrét Hörn Jóhannsdóttir og Höskuldur Þór Jónsson og píanó- og söngkonan Laufey Hlín Jónsdóttir tryggðu sér í kvöld möguleikann á tíu milljónum króna í Ísland got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×