Landsins mesta úrval af felgum? 15. apríl 2014 12:00 Dekkjasalan býður upp á mikið úrval af dekkjum og felgum. Valdimar Sigurjónsson, eigandi Dekkjasölunnar, er lengst til hægri. MYND/GVA Dekkjasalan ehf. í Hafnarfirði er nú að hefja fimmta starfsár sitt en 20. apríl árið 2010 opnaði Dekkjasalan umboðssölu með dekk og felgur að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Miklar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili og þjónustustig fyrirtækisins hefur hækkað með hverju árinu sem líður að sögn Valdimars Sigurjónssonar, eiganda fyrirtækisins. „Þegar fyrirtækið byrjaði var lögð áhersla á umboðssölu með notuð dekk og felgur. Það sem kom á óvart var það magn af felgum sem kom í umboðssölu. Þróunin varð því strax í þá átt að þjónusta þann markað vel.“ Valdimar segir fyrirtækið hafa gert það með því að bjóða viðskiptavinum upp á ýmsa valkosti. „Við erum með úrval af nýjum felgum ásamt því að pólýhúða notaðar felgur og gera þær eins og nýjar, eða kannski má segja betri en nýjar vegna þess hversu slitsterk pólýhúðunin er. Einnig erum við með allar helstu gerðir af nýjum dekkjum á mjög góðu verði. Aðalbreytingin er samt sem áður sú að við höfum opnað fullkomið dekkjaverkstæði hérna í húsinu við hliðina og getum því afkastað mun fleiri bílum ásamt því að öll aðstaða fyrir viðskiptavini er nú til fyrirmyndar.“Myndir af öllum felgum og dekkjum er að finna á www.dekkjasalan.is.MYND/GVALager Dekkjasölunnar er vel nýttur. „Hér er mikið magn af dekkjum og felgum sem tekur mikið pláss. Segja má að hver fersentímetri sé nýttur hér, ef ekki undir dekk og felgur þá aukahluti eins og felguboltar, miðjulok í álfelgur, hjólkoppar og fleira sem tilheyrir hjólabúnaði bílsins.“ Á þessum árstíma er lagerinn alveg í hámarki enda vortörnin að byrja að sögn Valdimars. „Ætli það séu ekki um það bil fjögur þúsund felgur á lagernum núna. Þá eru ekki taldar með felgurnar sem við eigum til að lána undir bíla sem eru að koma í pólýhúðun. Við eigum um 20 mismunandi ganga af dekkjum á felgum sem eru klárir til að bílarnir stoppi ekki hjá viðskiptavinum meðan verið er að vinna í felgunum. Einnig reynum við að eiga sem flestar gerðir af felgum klárar til þess að geta klárað þetta strax. Þá tökum við einfaldlega gömlu felgurnar upp í þær nýpólýhúðuðu.“ Þess má geta að myndir af öllum dekkjum og felgum eru á heimasíðu fyrirtækisins dekkjasalan.is ásamt öllum upplýsingum um verð hverrar vöru. Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Opið er frá klukkan 8 til 18 virka daga og frá klukkan 10 til 16 á laugardögum. Símanúmerið er 587-3757 og einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á netfangið dekkjasalan@dekkjasalan.is. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Dekkjasalan ehf. í Hafnarfirði er nú að hefja fimmta starfsár sitt en 20. apríl árið 2010 opnaði Dekkjasalan umboðssölu með dekk og felgur að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Miklar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili og þjónustustig fyrirtækisins hefur hækkað með hverju árinu sem líður að sögn Valdimars Sigurjónssonar, eiganda fyrirtækisins. „Þegar fyrirtækið byrjaði var lögð áhersla á umboðssölu með notuð dekk og felgur. Það sem kom á óvart var það magn af felgum sem kom í umboðssölu. Þróunin varð því strax í þá átt að þjónusta þann markað vel.“ Valdimar segir fyrirtækið hafa gert það með því að bjóða viðskiptavinum upp á ýmsa valkosti. „Við erum með úrval af nýjum felgum ásamt því að pólýhúða notaðar felgur og gera þær eins og nýjar, eða kannski má segja betri en nýjar vegna þess hversu slitsterk pólýhúðunin er. Einnig erum við með allar helstu gerðir af nýjum dekkjum á mjög góðu verði. Aðalbreytingin er samt sem áður sú að við höfum opnað fullkomið dekkjaverkstæði hérna í húsinu við hliðina og getum því afkastað mun fleiri bílum ásamt því að öll aðstaða fyrir viðskiptavini er nú til fyrirmyndar.“Myndir af öllum felgum og dekkjum er að finna á www.dekkjasalan.is.MYND/GVALager Dekkjasölunnar er vel nýttur. „Hér er mikið magn af dekkjum og felgum sem tekur mikið pláss. Segja má að hver fersentímetri sé nýttur hér, ef ekki undir dekk og felgur þá aukahluti eins og felguboltar, miðjulok í álfelgur, hjólkoppar og fleira sem tilheyrir hjólabúnaði bílsins.“ Á þessum árstíma er lagerinn alveg í hámarki enda vortörnin að byrja að sögn Valdimars. „Ætli það séu ekki um það bil fjögur þúsund felgur á lagernum núna. Þá eru ekki taldar með felgurnar sem við eigum til að lána undir bíla sem eru að koma í pólýhúðun. Við eigum um 20 mismunandi ganga af dekkjum á felgum sem eru klárir til að bílarnir stoppi ekki hjá viðskiptavinum meðan verið er að vinna í felgunum. Einnig reynum við að eiga sem flestar gerðir af felgum klárar til þess að geta klárað þetta strax. Þá tökum við einfaldlega gömlu felgurnar upp í þær nýpólýhúðuðu.“ Þess má geta að myndir af öllum dekkjum og felgum eru á heimasíðu fyrirtækisins dekkjasalan.is ásamt öllum upplýsingum um verð hverrar vöru. Vöruhús Dekkjasölunnar er að Dalshrauni 16 í Hafnarfirði. Opið er frá klukkan 8 til 18 virka daga og frá klukkan 10 til 16 á laugardögum. Símanúmerið er 587-3757 og einnig er hægt að hafa samband gegnum tölvupóst á netfangið dekkjasalan@dekkjasalan.is.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira