Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2014 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í þoku. Afstaða væntanlegs borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til uppbyggingar í Vatnsmýri ræðst nokkuð af tillögum nefndar um framtíð flugvallarins sem skila á í lok þessa árs. Fréttablaðið/Vilhelm Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira